Andvari - 01.01.1982, Page 121
ANDVARI
AFAMINNING
119
sem stundum er stórskemmdur eins og t. d. kornið í Hólanesi sumarið 1868,
sem var morandi af lifandi möðkum, en var þó selt á 12 rd. tunnan. Af
þessu ályktar sr. Jón: ,,Það skil ég, að verzlunin er einkaskilyrðið fyrir því,
að við getum nokkurntíma átt með okkur sjálfir.“ Innlenda verzlun telur
hann vera nauðsynlega undirstöðu þjóðfrelsisins. Ymis dæmi nefnir sr. Jón
í bréfum sínum um óbilgirni kaupmanna: Vorið 1868 kemur siglingin um
fardagaleytið. Sr. Jón og þrír bændur í Svínavatnshreppi, þeir Andrés á
Geithömrum, Erlendur í Tungunesi og Jón á Sólheimum, senda mann í kaup-
stað eftir kaffi, ,,en enginn fékk nokkurn hlut, svo að maðurinn varð að lána
fyrir það peninga, og þó var ég ekki skuldugur um meira en þrjá dali í báðum
kaupstöðunum.“ - Stundum voru gerðar út sendinefndir til að semja við
kaupmenn um „beztu prísa“, en það gekk ekki greitt. Eitt árið þegar þriðja
depútationin var á stokkunum, segir sr. Jón: „Þessara kaupmanna vald þyrfti
að þrotna.“
Til að hnekkja valdi þeirra var helzta úrræðið að mynda félagssamtök
um verzlunina. Var það gert við Húnaflóa með Borðeyrarfélaginu undir forystu
Péturs Eggerz. í því var sr. Jón allstór hluthafi (400 rd.), en ýmis ljón verða
á veginum, svo að það er hálfgerður uppgjafartónn í þessum orðum sr. Jóns:
„Þeir - þ. e. kaupmenn - sjúga úr okkur allan merg, og verzlunarfélögin falla
fyrir efnaleysinu og vantrausti manna.“
Síðasta áratuginn, sem sr. Jón lifði, færðist verzlunin nær Svínvetningum
með löggildíngu verzlunarstaðar á Blönduósi. Kom fyrsta sigling á Ósinn vorið
1876. og þyrptust bændur þangað til höndlunar. „Höfnin er nú orðin reynd
að góðu. Þar er brimasamt, en botninn ágætur,“ segir sr. Jón í bréfi 8.11. ’76.
Og árið eftir: „Verzlun á Blönduósi mikil í haust, 600 tunnur af keti.“ Þessu
undu Skagastrandarkaupmenn illa „og láta það bitna á okkur strax“.
Verzlun dafnaði vel á Blönduósi. Thomsen kaupmaður kom þar upp húsi,
og hans var sárt saknað, er hann drukknaði sumarið 1877 (Föðurtún, bls.
190). „Margt leiðir illt af þeim, vínföngunum,“ segir sr. Jón um fráfall hans.
,:Allt hefur Drottinn mér vel gert.”
Þannig vitnar sr. Jón um lífsreynslu sína á einum stað í bréfum sínum til
J. Á. Og hann bætir við: „Það gleður mig nærri mest, að ég hef getað veitt
mínum skjól.“ Það voru margir af vinum og vandamönnum sr. Jóns, sem
nutu þessa skjóls á heimili þeirra. Strax á öðru ári tóku þau Steinunni Ólafs-
dóttur, móður Jóns Árnasonar, fyrir bænarstað hans. Var hún á Kúlu í 8
ár - dó þar árið 1864 hálfáttræð. Þegar faðir sr. Jóns dó árið 1862,
fluttust 5 manns norður að Kúlu frá Mosfelli, þar á meðal Þóra, ekkja sr.
Þórðar, ásamt dóttur þeirra Sesselju. Voru þá á Kúlu tvær prestsekkjur -
stjúpa sr. Jóns og stjúpa föður hans. Munu slík fjölskyldutengsl sjaldgæf á
sama heimili. Minnir það á, að árið 1830 voru þrjár prestsekkjur búsettar í