Andvari - 01.01.1982, Page 95
'DVAIU
FRANSKA BYLTINGIN
93
eignarrétt á öSrum; og engin kynslóð á heldur eignarrétt á kynslóðunum
sem á eftir koma . . . Það sem heil þjóð kýs að gjöra hefur hún rétt til
að gjöra.“17
Fullveldið tilheyrði þjóðinni einni, en ekki neinum einstaklingi.
Paine lét ekki sitja við það að tefla stafrófi byltingarinnar fram gegn
erfðakenningu andstæðingsins. Hann lagði mælistiku þess á allar helstu greinir
enskrar stjórnskipunar og sýndi um leið fram á hversu mikið skorti á að hún
fullnægði skilyrðum hins nýunna frelsis í Frakklandi.
Sem vænta mátti áttu Mannréttindi Paines ekki upp á pallborðið hjá
máttarstólpum hins breska höfðingjaveldis, síst af öllu eftir að hann bætti
gráu ofan á svart í öðru bindi með því að ráðast berum orðum á sjálfan
konungdóminn og biskupakirkjuna. En verk hans fékk þeim mun betri
viðtökur hjá umbótasinnum, meðlimum sértrúarflokka, handverksmönnum
í Lundúnum og faglærðum verkamönnum í hinum nýju iðnaðarhéruðum.
Það var prentað aftur og aftur; er áætlað að af því hafi runnið út upp undir
ein milljón eintaka.18
Byltmgarhrœringar í Evrópu.
Því hefur verið fjölyrt hér um þá Burke og Paine að ritverk þeirra eru
einkar skýr dæmi um viðbrögð manna í Evrópu við byltingarhræringum í
Frakklandi. í miklum þjóðfélagsbyltingum felst hneigð til alþjóðlegrar köll-
unar. Straumur þeirra nemur ekki staðar við mörk móðurlandsins, heldur
flæðir svo langt sem félagsleg og menningarleg skilyrði gefa tilefni til. Þetta
á ekki síður við frönsku byltinguna en hina rússnesku sem mörgum núlifandi
mönnum er í fersku minni. Um alla vestanverða Evrópu skiptist almennings-
álitið í tvö horn: aðdáendur og stuðningsmenn byltingarinnar annars vegar
og fjandmenn hennar hins vegar. Fyrri flokkinn fylltu einkum þeir sem vildu
láta pólitísk réttindi haldast í hendur við félagslegt framlag og hæfileika
einstaklingsins. Hér áttu í hlut borgarar í verslun og iðnaði, iðkendur hinna
frjálsu lista og handverksmenn borganna. En undir merki gagnbyltingarinnar
skipuðu sér einkum áhangendur gamla stjórnarfarsins sem sáu í frönsku
byltingunni ógnun við arfgeng forréttindi, konungdóm og eignarrétt. Milli
þessara þjóðfélagsafla hófust brátt átök víða um Evrópu sem hörðnuðu eftir
því sem byltingin í Frakklandi fékk róttækara inntak og vopnuð barátta
braust út milli hennar og gagnbyltingaraflanna jafnt innan lands sem utan.
Áður en þar að kæmi er þó vert að geta þess að á fyrsta ári byltingar-
innar - árið sem Burke birti gagnbyltingarávarp sitt - lét rödd hans illa
í eyrum mennta- og listamanna Evrópu; því nærri lét að öll hin upplýsta
Evrópa - fylgjendur upplýsingarstefnu 18. aldar allt frá Madrid til