Andvari

Volume

Andvari - 01.01.1990, Page 11

Andvari - 01.01.1990, Page 11
andvari JÓN LEIFS 9 I Jón Leifs fæddist þann 1. maí 1899 að Sólheimum í Austur- Húnavatnssýslu. Foreldrar hans voru þau Þorleifur Jónsson (f. 26. apríl 1855, d. 2. apríl 1929), bóndi og alþingismaður (1886-1900) og síðar póstmeistari í Reykjavík, og Ragnheiður Bjarnadóttir (f. 7. des- ember 1873, d. 30. september 1961). Foreldrar Þorleifs voru þau Jón Pálmason, bóndi í Sólheimum og síðar í Stóradal, og kona hans Ingi- björg Salóme Porleifsdóttir. Foreldrar Ragnheiðar voru þau Bjarni Þórðarson, bóndi á Reykhólum, og kona hans Þórey Pálsdóttir. Þor- leifur og Ragnheiður giftust 9. september 1893, og bjuggu þau sinn fyrsta hjúskaparvetur hjá foreldrum Ragnheiðar. Á árinu 1894 reistu þau sér bú í Stóradal í Svínavatnshreppi, en fluttust ári síðar að Syðri- Löngumýri þar sem þau bjuggu í eitt ár. Þaðan fluttust þau að Sól- heimum þar sem þau ráku búskap til vors 1900. Það sama vor tók Þor- leifur við starfi póstafgreiðslumanns í Reykjavík og fluttust þau hjónin þá þangað. Þorleifur gegndi þessu starfi til ársloka 1919 þegar hann var skipaður póstmeistari í Reykjavík. Hann lét af því embætti í árslok 1928. Ragnheiður kom á fót verslun í Reykjavík 1908, Silkibúðinni, og rak hún þá verslun til dauðadags. Heimili þeirra í Reykjavík var að Bókhlöðustíg 2. Jón var næstyngstur systkina sinna, en þau voru: Bjarni (f. 1. apríl 1894, d. 28. mars 1913); Þórey (f. 23. júní 1895, d. 7. janúar 1959), verslunarkona í Reykjavík; Salóme (f. 19. ágúst 1897, d. 31. október 1979), barnahjúkrunarkona, giftist í Þýskalandi dr. Nagel og átti með honum einn son; og Páll (f. 30. maí 1902, d. 10. janúar 1961), skrif- stofumaður í Reykjavík, kvæntist Önnu G. Guðmundsdóttur. Þá fæddist þeim Þorleifi og Ragnheiði drengur, sem lést í fæðingu. Jón var aðeins á fjórtánda árinu þegar Bjarni bróðir hans andaðist, þá vart tví- tugur að aldri. Þó að Jóni hafi ekki fundist þeir bræður sérlega samrýmdir, harmaði hann bróður sinn alla ævi og minntist hans oft í bréfum til foreldra sinna. Sterk bönd tengdu þau systkinin alla tíð og var vinátta þeirra Þóreyjar og Jóns sérlega náin. Þórey dáði Jón meira en aðra menn, og skiptust þau systkinin reglulega á bréfum á meðan Jón bjó erlendis og þau umgengust nær daglega eftir að hann fluttist heim. Porleifur hafði rýrar tekjur af starfi sínu á pósthúsinu. Afraksturinn af Silkibúðinni kom þess vegna þeim hjónum í góðar þarfir, ekki síst
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148

x

Andvari

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.