Andvari - 01.01.1990, Síða 11
andvari
JÓN LEIFS
9
I
Jón Leifs fæddist þann 1. maí 1899 að Sólheimum í Austur-
Húnavatnssýslu. Foreldrar hans voru þau Þorleifur Jónsson (f. 26.
apríl 1855, d. 2. apríl 1929), bóndi og alþingismaður (1886-1900) og
síðar póstmeistari í Reykjavík, og Ragnheiður Bjarnadóttir (f. 7. des-
ember 1873, d. 30. september 1961). Foreldrar Þorleifs voru þau Jón
Pálmason, bóndi í Sólheimum og síðar í Stóradal, og kona hans Ingi-
björg Salóme Porleifsdóttir. Foreldrar Ragnheiðar voru þau Bjarni
Þórðarson, bóndi á Reykhólum, og kona hans Þórey Pálsdóttir. Þor-
leifur og Ragnheiður giftust 9. september 1893, og bjuggu þau sinn
fyrsta hjúskaparvetur hjá foreldrum Ragnheiðar. Á árinu 1894 reistu
þau sér bú í Stóradal í Svínavatnshreppi, en fluttust ári síðar að Syðri-
Löngumýri þar sem þau bjuggu í eitt ár. Þaðan fluttust þau að Sól-
heimum þar sem þau ráku búskap til vors 1900. Það sama vor tók Þor-
leifur við starfi póstafgreiðslumanns í Reykjavík og fluttust þau hjónin
þá þangað. Þorleifur gegndi þessu starfi til ársloka 1919 þegar hann var
skipaður póstmeistari í Reykjavík. Hann lét af því embætti í árslok
1928. Ragnheiður kom á fót verslun í Reykjavík 1908, Silkibúðinni, og
rak hún þá verslun til dauðadags. Heimili þeirra í Reykjavík var að
Bókhlöðustíg 2.
Jón var næstyngstur systkina sinna, en þau voru: Bjarni (f. 1. apríl
1894, d. 28. mars 1913); Þórey (f. 23. júní 1895, d. 7. janúar 1959),
verslunarkona í Reykjavík; Salóme (f. 19. ágúst 1897, d. 31. október
1979), barnahjúkrunarkona, giftist í Þýskalandi dr. Nagel og átti með
honum einn son; og Páll (f. 30. maí 1902, d. 10. janúar 1961), skrif-
stofumaður í Reykjavík, kvæntist Önnu G. Guðmundsdóttur. Þá
fæddist þeim Þorleifi og Ragnheiði drengur, sem lést í fæðingu. Jón var
aðeins á fjórtánda árinu þegar Bjarni bróðir hans andaðist, þá vart tví-
tugur að aldri. Þó að Jóni hafi ekki fundist þeir bræður sérlega
samrýmdir, harmaði hann bróður sinn alla ævi og minntist hans oft í
bréfum til foreldra sinna. Sterk bönd tengdu þau systkinin alla tíð og
var vinátta þeirra Þóreyjar og Jóns sérlega náin. Þórey dáði Jón meira
en aðra menn, og skiptust þau systkinin reglulega á bréfum á meðan
Jón bjó erlendis og þau umgengust nær daglega eftir að hann fluttist
heim.
Porleifur hafði rýrar tekjur af starfi sínu á pósthúsinu. Afraksturinn
af Silkibúðinni kom þess vegna þeim hjónum í góðar þarfir, ekki síst