Andvari

Árgangur

Andvari - 01.01.1990, Blaðsíða 12

Andvari - 01.01.1990, Blaðsíða 12
10 HJÁLMAR H. RAGNARSSON ANDVARI eftir að þau fóru að kosta son sinn til náms í Þýskalandi. Þau Ragn- heiður og Þorleifur bjuggu börnum sínum hlýtt og öruggt heimili, sem einkenndist af ástríki á milli þeirra hjóna og umhyggju fyrir börnun- um. Heimili þeirra var menningarheimili, þar sem helstu perlur heims- bókmenntanna voru hafðar um hönd og þar sem sj álfstæði þj óðarinnar þótti öðrum málum mikilvægara, en Þorleifur fylgdi einmitt þeim mönnum að málum sem fyllstar gerðu kröfurnar í frelsismálum þjóð- arinnar. Um heimilislífið segir Páll Steingrímsson í minningargrein um Þorleif: Heimilislíf Þorleifs Jónssonar mun hafa verið með miklum ágætum og þau hjónin einkar samhent um það, að láta sem mest gott af sér leiða í kyrþey. Veit eg með sannindum, að rausn þeirra og höfðingsskapur við munaðarleysingja og snauða menn og vanheila var miklu meiri en alment gerist, og mun margur einstæðingurinn hafa borið til þeirra hlýjan hug af þeim sökum.0 Þorleifur og Ragnheiður, einkum þó hún, hneigðust til spíritisma, og mun dauði Bjarna sonar þeirra hafa átt þar þátt í. Á unglingsárum Jóns sóttu þau miðilsfundi með Jóhönnu Linnet miðli, og einnig héldu þau slíka fundi á heimili sínu. Jón tók þátt í þessum fundum og hreifst hann mjög af því sem hann sá og heyrði. Eftir fyrstafundinn, sem hann sótti, skrifar hann: „Nú hefi eg kynst merkilegasta málefni heimsins — nei, tilverunnar, merkilegasta málefni alheimstilverunnar, Spiritul- ismanun.“ Jón bætir því síðan við, að þetta hafi verið „merkilegasta stund ævi minnar“.2) En Jón lét ekki við það sitja að sækja miðilsfundi því að hann gerði upp á eigin spýtur ýmsar tilraunir til þess að ná sam- bandi við „lífið hinumegin“ og nefnir Jón þær „Tilraunir til að sanna ódauðleik mannsins“. Þá var hann á sextánda aldursári. Vinir Jóns, þeir Skúli V. Guðjónsson, Hendrik J. S. Ottósson og Jón S. Thorodd- sen, tóku þátt í þessum tilraunum með honum, auk þess sem móðir hans og systur lögðu hönd á plóginn. Jón skráði niðurstöður tilraun- anna með vísindalegri nákvæmni, en ljóst er að þær náðu ekki þeim tilgangi sem þeim upphaflega var ætlað.3) Spíritisminn fylgdi Jóni fram eftir aldri þó að dofnað hafi verulega yfir þeirri trú hans, að hægt væri að sanna ódauðleik mannsins með vísindalegum tilraunum.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144
Blaðsíða 145
Blaðsíða 146
Blaðsíða 147
Blaðsíða 148

x

Andvari

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.