Andvari - 01.01.1990, Qupperneq 12
10
HJÁLMAR H. RAGNARSSON
ANDVARI
eftir að þau fóru að kosta son sinn til náms í Þýskalandi. Þau Ragn-
heiður og Þorleifur bjuggu börnum sínum hlýtt og öruggt heimili, sem
einkenndist af ástríki á milli þeirra hjóna og umhyggju fyrir börnun-
um. Heimili þeirra var menningarheimili, þar sem helstu perlur heims-
bókmenntanna voru hafðar um hönd og þar sem sj álfstæði þj óðarinnar
þótti öðrum málum mikilvægara, en Þorleifur fylgdi einmitt þeim
mönnum að málum sem fyllstar gerðu kröfurnar í frelsismálum þjóð-
arinnar. Um heimilislífið segir Páll Steingrímsson í minningargrein um
Þorleif:
Heimilislíf Þorleifs Jónssonar mun hafa verið með miklum ágætum og þau
hjónin einkar samhent um það, að láta sem mest gott af sér leiða í kyrþey. Veit
eg með sannindum, að rausn þeirra og höfðingsskapur við munaðarleysingja
og snauða menn og vanheila var miklu meiri en alment gerist, og mun margur
einstæðingurinn hafa borið til þeirra hlýjan hug af þeim sökum.0
Þorleifur og Ragnheiður, einkum þó hún, hneigðust til spíritisma,
og mun dauði Bjarna sonar þeirra hafa átt þar þátt í. Á unglingsárum
Jóns sóttu þau miðilsfundi með Jóhönnu Linnet miðli, og einnig héldu
þau slíka fundi á heimili sínu. Jón tók þátt í þessum fundum og hreifst
hann mjög af því sem hann sá og heyrði. Eftir fyrstafundinn, sem hann
sótti, skrifar hann: „Nú hefi eg kynst merkilegasta málefni heimsins —
nei, tilverunnar, merkilegasta málefni alheimstilverunnar, Spiritul-
ismanun.“ Jón bætir því síðan við, að þetta hafi verið „merkilegasta
stund ævi minnar“.2) En Jón lét ekki við það sitja að sækja miðilsfundi
því að hann gerði upp á eigin spýtur ýmsar tilraunir til þess að ná sam-
bandi við „lífið hinumegin“ og nefnir Jón þær „Tilraunir til að sanna
ódauðleik mannsins“. Þá var hann á sextánda aldursári. Vinir Jóns,
þeir Skúli V. Guðjónsson, Hendrik J. S. Ottósson og Jón S. Thorodd-
sen, tóku þátt í þessum tilraunum með honum, auk þess sem móðir
hans og systur lögðu hönd á plóginn. Jón skráði niðurstöður tilraun-
anna með vísindalegri nákvæmni, en ljóst er að þær náðu ekki þeim
tilgangi sem þeim upphaflega var ætlað.3) Spíritisminn fylgdi Jóni fram
eftir aldri þó að dofnað hafi verulega yfir þeirri trú hans, að hægt væri
að sanna ódauðleik mannsins með vísindalegum tilraunum.