Andvari

Årgang

Andvari - 01.01.1990, Side 14

Andvari - 01.01.1990, Side 14
12 HJÁLMAR H. RAGNARSSON ANDVARI þegar þetta kemur: Alle Menschen werden Brúder wo dein sanfter Fliigel weilt - þá langar mig til að láta fallast á knén, fórna höndunum og lofa guð - og þó kemur slíkt ekki oft fyrir mig. Hvílíkur máttur! Ætli þessi Symphonie gæti ekki gert alla menn að bræðrum?6* En Jón lét sér ekki nægja að leika þá tónlist á hljóðfærið sem aðrir höfðu skrifað: Það verður oft þannig, að þegar eg er byrjaður að æfa mig þá fer eg eitthvað að glamra sjálfur (einhverja vitleysu frá mínu eigin brjósti) og gleymi æfingun- um. En eg hefi ásettmér að reyna að vera duglegur, enda fýsir mig mest að læra þetta eitt og ekkert annað.71 Þó að Jón hefði sterka löngun til tónsköpunar fann hann til vanmátt- ar síns í því efni: í kvöld þegar eg var úti og sá norðurljósin datt mér alt í einu í hug að reyna að lýsa þeim í tónum; hvílík dýrð það yrði að vera - og það hlaut að vera. Og eg sá í huganum hvernig því yrði hagað. Þegar eg var kominn heim og hafði borðað datt mér aftur í hug norðurljósin. Eg settist niður við hljóðfærið og reyndi - aftur og aftur en það varð ekki eins og mér fanst að það þyrfti að vera og eg hætti.8) Unglingur með ótvíræða köllun og þrá til tónlistarmenntunar, eins og þá sem Jón bar í brjósti, átti ekki margra kosta völ í því samfélagi sem var í Reykjavík í byrjun þessarar aldar. Menningarlífið var fá- breytt og tilbreytingasnautt, tækifæri til að heyra góða tónlist flutta þannig að skammlaust væri voru sárafá, og öll tónlistarkennsla var á frumstigi. Jón gerði sér það ljóst strax veturinn 1915-1916, að ef hann ætti að hlýða köllun sinni yrði hann að fara utan til náms, og því fyrr sem hann færi þeim mun betra. Honum fannst námið í Menntaskólan- um í Reykjavík vera einber tímasóun og það var honum kvöl að þurfa að gera annað en það sem hugur hans stóð til. Hann fann að hann stóð á vegamótum: Eg stend í ár á vegamótum; mig fýsir að ganga einn veginn; eg sé hann og ekkert annað - þó að eg sjái þar þyrnóttar rósir - það eru þó rósir. Stingir þeirra eru unaður. - Hver maður sem ætlar að velja sér lífstarf, hann þarf að hugsa um til hvers lífið er.9) Til þess að koma ákvörðun sinni um að fara utan til náms í fram- kvæmd þurfti Jón að yfirstíga ýmsar hindranir. Stríð geisaði á þessum
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146
Side 147
Side 148

x

Andvari

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.