Andvari - 01.01.1990, Blaðsíða 14
12
HJÁLMAR H. RAGNARSSON
ANDVARI
þegar þetta kemur: Alle Menschen werden Brúder wo dein sanfter Fliigel weilt
- þá langar mig til að láta fallast á knén, fórna höndunum og lofa guð - og þó
kemur slíkt ekki oft fyrir mig. Hvílíkur máttur! Ætli þessi Symphonie gæti ekki
gert alla menn að bræðrum?6*
En Jón lét sér ekki nægja að leika þá tónlist á hljóðfærið sem aðrir
höfðu skrifað:
Það verður oft þannig, að þegar eg er byrjaður að æfa mig þá fer eg eitthvað að
glamra sjálfur (einhverja vitleysu frá mínu eigin brjósti) og gleymi æfingun-
um. En eg hefi ásettmér að reyna að vera duglegur, enda fýsir mig mest að læra
þetta eitt og ekkert annað.71
Þó að Jón hefði sterka löngun til tónsköpunar fann hann til vanmátt-
ar síns í því efni:
í kvöld þegar eg var úti og sá norðurljósin datt mér alt í einu í hug að reyna að
lýsa þeim í tónum; hvílík dýrð það yrði að vera - og það hlaut að vera. Og eg sá
í huganum hvernig því yrði hagað. Þegar eg var kominn heim og hafði borðað
datt mér aftur í hug norðurljósin. Eg settist niður við hljóðfærið og reyndi -
aftur og aftur en það varð ekki eins og mér fanst að það þyrfti að vera og eg
hætti.8)
Unglingur með ótvíræða köllun og þrá til tónlistarmenntunar, eins
og þá sem Jón bar í brjósti, átti ekki margra kosta völ í því samfélagi
sem var í Reykjavík í byrjun þessarar aldar. Menningarlífið var fá-
breytt og tilbreytingasnautt, tækifæri til að heyra góða tónlist flutta
þannig að skammlaust væri voru sárafá, og öll tónlistarkennsla var á
frumstigi. Jón gerði sér það ljóst strax veturinn 1915-1916, að ef hann
ætti að hlýða köllun sinni yrði hann að fara utan til náms, og því fyrr
sem hann færi þeim mun betra. Honum fannst námið í Menntaskólan-
um í Reykjavík vera einber tímasóun og það var honum kvöl að þurfa
að gera annað en það sem hugur hans stóð til. Hann fann að hann stóð
á vegamótum:
Eg stend í ár á vegamótum; mig fýsir að ganga einn veginn; eg sé hann og
ekkert annað - þó að eg sjái þar þyrnóttar rósir - það eru þó rósir. Stingir
þeirra eru unaður. - Hver maður sem ætlar að velja sér lífstarf, hann þarf að
hugsa um til hvers lífið er.9)
Til þess að koma ákvörðun sinni um að fara utan til náms í fram-
kvæmd þurfti Jón að yfirstíga ýmsar hindranir. Stríð geisaði á þessum