Andvari

Árgangur

Andvari - 01.01.1990, Blaðsíða 15

Andvari - 01.01.1990, Blaðsíða 15
ANDVARI JÓN LEIFS 13 tíma í Evrópu og gat verið viðsjárvert fyrir óreyndan unglingspilt af íslandi að búa nálægt vígvöllunum, auk þess sem nám af þessum toga kostaði mikla fjármuni og möguleikarnir á arðbæru starfi að námi loknu voru litlir. í þessu máli átti Jón allt undir foreldrum sínum og til þeirra sneri hann sér. Það var að kvöldi 5. mars 1916, að afloknum tónleikum Páls ísólfs- sonar í Reykjavík, að Jón tilkynnti foreldrum sínum að hann væri hættur í skólanum. Nóttin varð honum erfið, og daginn eftir skrópaði hann í skólanum en sat þess í stað við píanóið heima hjá sér og æfði sig af krafti. Síðar þann sama dag kom móðir hans með þau boð til Jóns, að hún og faðir hans vildu gera við hann samning. Samningurinn fólst í því, að ef Jón myndi ljúka góðu prófi úr 4. bekk frá menntaskólanum þá um vorið fengi hann að fara utan til náms. „Þá var sigurinn unninn.“10) Jón lauk prófinu um vorið og undirbúningur ferðarinnar út í hinn stóra heim hófst. Jón fýsti að fara til Þýskalands til náms, „í þann mikla helgidóm, listanna land“, en þangað var löng leið og ekki auðvelt að komast vegna stríðsins. Páll ísólfsson hafði undanfarna vetur stundað orgel- nám hjá Karli Straube við Tómasarkirkjuna í Leipzig, og var hann á leiðinni þangað aftur um haustið. Jón langaði til að verða honum sam- ferða þangað en var hálfragur við að kynnast honum og segja honum frá tilgangi ferðar sinnar til Þýskalands. Svo fór þó, að þeir Jón og Páll ásamt Sigurði Þórðarsyni stigu á skipsfjöl þann 27. september 1916, og sigldu þeir með Botníu frá Reykjavík til Seyðisfjarðar og Leith og það- an til Kaupmannahafnar. í Kaupmannahöfn öfluðu þeir félagar sér heimilda til dvalar í Þýskalandi, og til Leipzig komu þeir heilu og höldnu þann 15. október. Nýr kafli var hafinn í lífi Jóns Leifs.* III Þegar Jón kom til ná.ms í Þýskalandi var fyrri heimsstyrjöldin í al- gleymingi. Mikillar ólgu gætti á meðal þjóðarinnar vegna stríðsrekst- ursins, og uppþot og verkföll voru tíð. Matvæli voru af skornum * Áður en Jón hélt af landi brott fékk hann leyfi Alþingis til þess að breyta nafni sínu í Jón Leifs. Hann mun þá hafa haft í huga, að það gæti reynst útlendingum torvelt að bera fram upphaflegt föðurnafn hans.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144
Blaðsíða 145
Blaðsíða 146
Blaðsíða 147
Blaðsíða 148

x

Andvari

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.