Andvari

Volume

Andvari - 01.01.1990, Page 17

Andvari - 01.01.1990, Page 17
andvari JÓN LEIFS 15 píanótækni.l3) Jón æfði af kappi allan veturinn, einkum æfingar í fingrafimi, og fékk svo góðar umsagnir að loknum vorprófum, að hann fékk niðurfelld skólagjöldin veturinn eftir. Síðla þessa fyrsta námsárs í tónlistarháskólanum byrjaði Jón að læra hljómfræði, en það var ekki fyrr en um það bil ári síðar að hann fór að sækja tíma í raddskrárlestri og hljóðfærafræði. Tónsmíðanám og nám í hljómsveitarstjórn fylgdi svo í kjölfarið. Kennarar Jóns við tónlistar- háskólann voru, auk Roberts Teichmiillers, þeir: Stephan Krehl (1864—1924) og Emil Paul sem kenndu Jóni hljómfræði og kontra- punkt; Aladár Szendrei (1884—1976) og Paul Graener (1872-1944) sem báðir voru þekkt tónskáld. Sá fyrrnefndi þurfti síðar að flýja Þýskaland vegna uppruna síns á meðan sá síðarnefndi klifraði upp metorðastigann og varð að lokum eitt háttsettasta tónskáld Priðja rík- isins; og þeir Otto Lohse (1858-1925) og Hermann Scherchen (1891-1966), sem leiðbeindu Jóni í hljómsveitarstjórn. Otto Lohse var hljómsveitarstjóri við óperuna í Leipzig en Hermann Scherchen var á sínum tíma einn þekktasti brautryðjandi nýrrar og framsækinnar tón- listar í Evrópu. Jón útskrifaðist frá tónlistarháskólanum 17. júní 1921, en á loka- prófinu lék hann verk eftir kennara sinn, Paul Graener, og konzert í f- moll eftir J.S. Bach undir stjórn Arthurs Bartmuss. Hann hlaut hin lofsamlegustu ummæli kennara sinna, og af þeim ummælum að dæma hafði Jón stundað nám sitt af mikilli elju og kappsemi og kennarar hans, allir sem einn, bundu miklar vonir við framtíð þessa unga tónlist- armanns. Þegar Jón fór til náms ætlaði hann sér að verða píanóleikari í fremstu röð. Nú höfðu aðrar greinar tónlistarinnar fangað hug hans allan, og hafði faðir Jóns, Þorleifur, miklar áhyggjur af því, að Jón væri að dreifa kröftum sínum um of og hann skoraði á son sinn að takmarka sig við aðeins eina grein listarinnar. Jón sagði, miklu síðar á ævinni, að hann hefði átt erfitt með að fallast á þetta sjónarmið, „en reynslan hef- ur kennt mér, að hann hafði á réttu að standa.“14) Jón hefur líklega gert sér grein fyrir því, að hann byrjaði alltof seint sitt píanónám til þess að ná verulega góðum árangri á því sviði, enda lagði hann píanóleikinn á hilluna skömmu eftir að hann lauk námi. Hann ætlaði sér hins vegar stóra hluti á öðrum sviðum tónlistarinnar, og framundan beið hans fer- ill sem hljómsveitarstjóri, músíkrithöfundur og tónskáld, og ferill bar- áttumannsins fyrir auknum mannréttindum til handa listamönnum.
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148

x

Andvari

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.