Andvari

Árgangur

Andvari - 01.01.1990, Síða 18

Andvari - 01.01.1990, Síða 18
16 HJÁLMAR H. RAGNARSSON ANDVARI IV í tónlistarháskólanum kynntist Jón Leifs ungri stúlku, Annie Riethof (f. 11. júní 1897 í Teplitz-Schönau), en hún var í píanótímum hjá Ro- bert Teichmuller, kennara Jóns. Þau felldu brátt hugi saman, og skrif- ar Jón foreldrum sínum snemma árs 1919, að Annie sé „undantekning frá öllu öðru kvenfólki.“15) Foreldrar Annie voru gyðingar og bjuggu þau í Teplitz í Súdetalandi, ekki langt fyrir sunnan Dresden. Faðir Annie, Erwin Riethof, var efnamaður og átti hann gler- og postulíns- verksmiðjur í Teplitz og var hann jafnframt framkvæmdastjóri þeirra. Jón vildi kvænast Annie strax vorið 1920 en faðir hennar var því þá andsnúinn. Giftingin frestaðist þar til að Jón hafði lokið skólanum, og þann 24. júní 1921 gengu þau Annie og Jón í hjónaband með samþykki foreldra þeirra beggja. Skönunu síðar sigldu þau til íslands þar sem þau eyddu hveitibrauðsdögunum. Jón hafði þá ekki komið heim frá því að hann fór utan til náms haustið 1916. Strax á árunum 1919 og 1920 hafði Jón fengið birtar eftir sig greinar í Morgunblaðinu og Vísi, þar sem hann viðraði hugmyndir sínar varð- andi stofnun tónlistarskóla í Reykjavík, sem væntanlega yrði síðar meir breytt í tónlistarháskóla. Jón notaði tíma sinn í Reykjavík til þess að útfæra þessa hugmynd sína nánar, og í löngum greinum, sem hann birti í Morgunblaðinu 14. og 20. ágúst, fjallaði hann á hispurslausan hátt um íslenskt tónlistarlíf og hvernig koma mætti á fót tónlistarskóla í Reykjavík.16) Páll ísólfsson studdi þennan málflutning Jóns17), en sum- um öðrum áhrifamönnum þótti Jón hafa verið um of harðorður í grein- um sínum um tónlistarlífið á íslandi. Sigfús Einarsson lét frá sér heyra í Morgunblaðinu 22. september og sagði þar, að greinar Jóns væru „ungæðislegur vaðall um trúarbrögð og listir og - níð um þá, sem við söng fást hér heima. Alt til einskis gagns og allra síst fyrir sjálfan hann!“IS) Af þessum viðbrögðum Sigfúsar má sjá, að Jón hafði ekki valið diplómatískustu leiðina til þess að ná settu marki, en í þessu máli eins og í flestum öðrum sagði Jón hug sinn allan og átti þetta hispurs- leysi hans oft eftir að verða honum að fótakefli síðar meir á lífsleiðinni. Erfitt er að meta hvaða áhrif þessi greinaskrif Jóns um tónlistarskóla höfðu þegar til lengri tíma er litið, en víst er, að Jón fylgdi þeim fast eftir því að fyrir milligöngu hans voru fengnir velmenntaðir þýskir tón- listarmenn til að kenna bæði í Reykjavík (Otto Böttcher) og á Akur- eyri (Kurt Haeser).
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134
Síða 135
Síða 136
Síða 137
Síða 138
Síða 139
Síða 140
Síða 141
Síða 142
Síða 143
Síða 144
Síða 145
Síða 146
Síða 147
Síða 148

x

Andvari

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.