Andvari - 01.01.1990, Qupperneq 18
16
HJÁLMAR H. RAGNARSSON
ANDVARI
IV
í tónlistarháskólanum kynntist Jón Leifs ungri stúlku, Annie Riethof
(f. 11. júní 1897 í Teplitz-Schönau), en hún var í píanótímum hjá Ro-
bert Teichmuller, kennara Jóns. Þau felldu brátt hugi saman, og skrif-
ar Jón foreldrum sínum snemma árs 1919, að Annie sé „undantekning
frá öllu öðru kvenfólki.“15) Foreldrar Annie voru gyðingar og bjuggu
þau í Teplitz í Súdetalandi, ekki langt fyrir sunnan Dresden. Faðir
Annie, Erwin Riethof, var efnamaður og átti hann gler- og postulíns-
verksmiðjur í Teplitz og var hann jafnframt framkvæmdastjóri þeirra.
Jón vildi kvænast Annie strax vorið 1920 en faðir hennar var því þá
andsnúinn. Giftingin frestaðist þar til að Jón hafði lokið skólanum, og
þann 24. júní 1921 gengu þau Annie og Jón í hjónaband með samþykki
foreldra þeirra beggja. Skönunu síðar sigldu þau til íslands þar sem
þau eyddu hveitibrauðsdögunum. Jón hafði þá ekki komið heim frá
því að hann fór utan til náms haustið 1916.
Strax á árunum 1919 og 1920 hafði Jón fengið birtar eftir sig greinar í
Morgunblaðinu og Vísi, þar sem hann viðraði hugmyndir sínar varð-
andi stofnun tónlistarskóla í Reykjavík, sem væntanlega yrði síðar
meir breytt í tónlistarháskóla. Jón notaði tíma sinn í Reykjavík til þess
að útfæra þessa hugmynd sína nánar, og í löngum greinum, sem hann
birti í Morgunblaðinu 14. og 20. ágúst, fjallaði hann á hispurslausan
hátt um íslenskt tónlistarlíf og hvernig koma mætti á fót tónlistarskóla í
Reykjavík.16) Páll ísólfsson studdi þennan málflutning Jóns17), en sum-
um öðrum áhrifamönnum þótti Jón hafa verið um of harðorður í grein-
um sínum um tónlistarlífið á íslandi. Sigfús Einarsson lét frá sér heyra í
Morgunblaðinu 22. september og sagði þar, að greinar Jóns væru
„ungæðislegur vaðall um trúarbrögð og listir og - níð um þá, sem við
söng fást hér heima. Alt til einskis gagns og allra síst fyrir sjálfan
hann!“IS) Af þessum viðbrögðum Sigfúsar má sjá, að Jón hafði ekki
valið diplómatískustu leiðina til þess að ná settu marki, en í þessu máli
eins og í flestum öðrum sagði Jón hug sinn allan og átti þetta hispurs-
leysi hans oft eftir að verða honum að fótakefli síðar meir á lífsleiðinni.
Erfitt er að meta hvaða áhrif þessi greinaskrif Jóns um tónlistarskóla
höfðu þegar til lengri tíma er litið, en víst er, að Jón fylgdi þeim fast
eftir því að fyrir milligöngu hans voru fengnir velmenntaðir þýskir tón-
listarmenn til að kenna bæði í Reykjavík (Otto Böttcher) og á Akur-
eyri (Kurt Haeser).