Andvari - 01.01.1990, Side 22
20
HJÁLMAR H. RAGNARSSON
ANDVARI
því að engar marktækar hljóðritanir eru til með hljómsveitum undir
hans stjórn.
VII
í maí 1922 skrifaði Jón Leifs ritgerð, sem hann nefndi „íslenskt tónlist-
areðli“, og fjallar hún um íslensku þjóðlögin, eðli þeirra og einkenni.
Þessi ritgerð birtist það sama ár í Skírni og í kjölfarið á birtingu hennar
urðu talsverð blaðaskrif í reykvísku blöðunum um þjóðlögin og um
réttmæti ýmissa þeirra fullyrðinga, sem fram koma í ritgerð Jóns. í
henni bendir hann á tíu tónfræðileg atriði, sem hann telur að einkenni
íslensku þjóðlögin, og hann fullyrðir, að „andi“ laganna hafi mótast af
náttúru landsins og sögu þjóðarinnar:
Eðlilega hefir andi íslenzkra þjóðlaga mótast af náttúru landsins og hörmung-
um þeim, sem á þjóðinni dundu. Djúpa alvöru flytja lögin og hrikaleik og
harðneskju meiri en nokkur önnur þjóðlög. Þar er oft sem bitið sje á jaxl og
tönnum gníst gegn örlögunum. Gleðskapar verður einnig vart, en þá lendir oft
í harðgerðum (groteskum) gáska og köldum hlátri. Ríkir þar ramíslenzkur
andi og sá norrænasti. Trúarauðmýkt og þokuþunglyndi má einnig finna, en
oftast býr þar undir hulin harðneskja. Fagurt tákn þess að örlögin fá ekki bug-
að íslendinga.25’
Sigfús Einarsson skrifar um þessa ritsmíð Jóns í ritfregn í tímaritinu
Heimi árið 1923, að hann hafi ekki getað „varist þeirri hugsun, að höf.
hafi lagt of snemma af stað með þessa ritgerð.“ Jafnframt segir Sigfús:
„Vjer söknum víðtækrar þekkingar á sumu, sem er nauðsynlegt að
vita, til þess að geta talað um málið fullum hálsi.“ í lok ritfregnarinnar
eggjar Sigfús Jón til frekari rannsókna á þjóðlögunum.26) Ekki skal
getum að því leitt hvort áeggjun Sigfúsar hafði einhver áhrif á Jón eður
ei, en hitt er víst, að á næstu árum hóf Jón umfangsmikla söfnun á ís-
lenskum þjóðlögum, og gerði hann grein fyrir niðurstöðum þeirrar
söfnunar og rannsókna sinna á lögunum í fjölmörgum ritgerðum, sem
aðallega birtust í þýskum tímaritum og blöðum. Þá skrifaði árið 1930
hinn mikilsmetni tónlistarfræðingur, Erich M. von Hornbostel, ítar-
lega ritgerð um íslenska tvísönginn í þýskt tímarit, og byggði hann þá
ritgerð á þeim lögum sem Jón hafði safnað á íslandi.27) Margir urðu til
að styðja Jón í söfnun hans á þjóðlögunum, og mun þar ekki hafa mun-