Andvari

Árgangur

Andvari - 01.01.1990, Blaðsíða 22

Andvari - 01.01.1990, Blaðsíða 22
20 HJÁLMAR H. RAGNARSSON ANDVARI því að engar marktækar hljóðritanir eru til með hljómsveitum undir hans stjórn. VII í maí 1922 skrifaði Jón Leifs ritgerð, sem hann nefndi „íslenskt tónlist- areðli“, og fjallar hún um íslensku þjóðlögin, eðli þeirra og einkenni. Þessi ritgerð birtist það sama ár í Skírni og í kjölfarið á birtingu hennar urðu talsverð blaðaskrif í reykvísku blöðunum um þjóðlögin og um réttmæti ýmissa þeirra fullyrðinga, sem fram koma í ritgerð Jóns. í henni bendir hann á tíu tónfræðileg atriði, sem hann telur að einkenni íslensku þjóðlögin, og hann fullyrðir, að „andi“ laganna hafi mótast af náttúru landsins og sögu þjóðarinnar: Eðlilega hefir andi íslenzkra þjóðlaga mótast af náttúru landsins og hörmung- um þeim, sem á þjóðinni dundu. Djúpa alvöru flytja lögin og hrikaleik og harðneskju meiri en nokkur önnur þjóðlög. Þar er oft sem bitið sje á jaxl og tönnum gníst gegn örlögunum. Gleðskapar verður einnig vart, en þá lendir oft í harðgerðum (groteskum) gáska og köldum hlátri. Ríkir þar ramíslenzkur andi og sá norrænasti. Trúarauðmýkt og þokuþunglyndi má einnig finna, en oftast býr þar undir hulin harðneskja. Fagurt tákn þess að örlögin fá ekki bug- að íslendinga.25’ Sigfús Einarsson skrifar um þessa ritsmíð Jóns í ritfregn í tímaritinu Heimi árið 1923, að hann hafi ekki getað „varist þeirri hugsun, að höf. hafi lagt of snemma af stað með þessa ritgerð.“ Jafnframt segir Sigfús: „Vjer söknum víðtækrar þekkingar á sumu, sem er nauðsynlegt að vita, til þess að geta talað um málið fullum hálsi.“ í lok ritfregnarinnar eggjar Sigfús Jón til frekari rannsókna á þjóðlögunum.26) Ekki skal getum að því leitt hvort áeggjun Sigfúsar hafði einhver áhrif á Jón eður ei, en hitt er víst, að á næstu árum hóf Jón umfangsmikla söfnun á ís- lenskum þjóðlögum, og gerði hann grein fyrir niðurstöðum þeirrar söfnunar og rannsókna sinna á lögunum í fjölmörgum ritgerðum, sem aðallega birtust í þýskum tímaritum og blöðum. Þá skrifaði árið 1930 hinn mikilsmetni tónlistarfræðingur, Erich M. von Hornbostel, ítar- lega ritgerð um íslenska tvísönginn í þýskt tímarit, og byggði hann þá ritgerð á þeim lögum sem Jón hafði safnað á íslandi.27) Margir urðu til að styðja Jón í söfnun hans á þjóðlögunum, og mun þar ekki hafa mun-
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144
Blaðsíða 145
Blaðsíða 146
Blaðsíða 147
Blaðsíða 148

x

Andvari

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.