Andvari

Volume

Andvari - 01.01.1990, Page 23

Andvari - 01.01.1990, Page 23
andvari JÓN LEIFS 21 að minnst um stuðning Einars Benediktssonar skálds, sem í grein í Verði 1925 hleður miklu lofi á Jón og eiginkonu hans. í lok greinarinn- ar segist Einar aðeins vita um einn íslending sem sé til þess hæfur að bjarga þeim þjóðlögum frá gleymsku, sem enn lifi: „Það er hinn ungi, bráðgáfaði höfundur greinarinnar um: íslenskt tónlistareðli.“28) Jón fór í þrjá leiðangra um ísland til þess að safna þjóðlögum. í leið- angrinum sumarið 1925 um Húnavatnssýslu varð hann að láta sér nægja að skrifa niður sönginn af munni þess fólks sem söng fyrir hann, en í leiðöngrunum 1926 og 1928 hafði hann með sér hljóðritunartæki, sem hann hafði fengið hjá Staatliches Phonogram-Archiv í Berlín. Fyrir einhverja óskiljanlega mildi hafa sívalningarnir, sem Jón hljóð- ritaði söng íslendinga á, geymst, og eru þeir nú varðveittir, eða a.m.k. margir þeirra, í Árnastofnun í Reykjavík. í ferð sinni til íslands 1925 héldu þau Annie og Jón allsérstæða tón- leika á heimili Einars Benediktssonar í Þrúðvangi við Laufásveg. Til tónleikanna var boðið ýmsu mektarfólki í Reykjavík, en á efnisskránni voru verk eftir Schubert, Chopin, Graener, Reger og Jón Leifs. Það sem gerði þessa tónleika sérstæða var, að á þeim lék Jón 25 þjóðlög, sem hann hafði sjálfur sett í búning fyrir píanó og var að búa til prent- unar úti í Þýskalandi. Jón fylgdi þjóðlögunum úr hlaði með útskýringum á gerð og náttúru laganna. Tónleikarnir voru endurteknir fyrir almenning nokkrum vikum síðar í Nýja bíói. í útskýringum Jóns með lögunum kom fram, að hann leit ekki á þjóðlögin sem list í sjálfu sér heldur sem efnivið, sem nýta mætti til listrænnar sköpunar.29) Það átti eftir að liggja fyrir Jóni sjálfum að nýta þennan efnivið til eigin tón- sköpunar og vinna úr honum þau lögmál sem fremur öðrum stýrðu penna hans við nótnaskriftirnar. VIII Það má telja víst, að með Jóni hafi allt frá unglingsárunum blundað löngun til þess að semja tónlist. Það var hins vegar ekki fyrr en heimur þjóðlaganna hafði opnast fyrir honum að hann taldi sig reiðubúinn til slíkra starfa. Um þetta sagði Jón síðar á lífsleiðinni: En mig langaði samt að reyna. Því ekki? Svo átti ég í sálarstríði mánuðum saman, áður en ég samdi mitt fyrsta tónverk. Gat ég bætt einhverju nýju við?
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148

x

Andvari

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.