Andvari - 01.01.1990, Blaðsíða 23
andvari
JÓN LEIFS
21
að minnst um stuðning Einars Benediktssonar skálds, sem í grein í
Verði 1925 hleður miklu lofi á Jón og eiginkonu hans. í lok greinarinn-
ar segist Einar aðeins vita um einn íslending sem sé til þess hæfur að
bjarga þeim þjóðlögum frá gleymsku, sem enn lifi: „Það er hinn ungi,
bráðgáfaði höfundur greinarinnar um: íslenskt tónlistareðli.“28)
Jón fór í þrjá leiðangra um ísland til þess að safna þjóðlögum. í leið-
angrinum sumarið 1925 um Húnavatnssýslu varð hann að láta sér
nægja að skrifa niður sönginn af munni þess fólks sem söng fyrir hann,
en í leiðöngrunum 1926 og 1928 hafði hann með sér hljóðritunartæki,
sem hann hafði fengið hjá Staatliches Phonogram-Archiv í Berlín.
Fyrir einhverja óskiljanlega mildi hafa sívalningarnir, sem Jón hljóð-
ritaði söng íslendinga á, geymst, og eru þeir nú varðveittir, eða a.m.k.
margir þeirra, í Árnastofnun í Reykjavík.
í ferð sinni til íslands 1925 héldu þau Annie og Jón allsérstæða tón-
leika á heimili Einars Benediktssonar í Þrúðvangi við Laufásveg. Til
tónleikanna var boðið ýmsu mektarfólki í Reykjavík, en á efnisskránni
voru verk eftir Schubert, Chopin, Graener, Reger og Jón Leifs. Það
sem gerði þessa tónleika sérstæða var, að á þeim lék Jón 25 þjóðlög,
sem hann hafði sjálfur sett í búning fyrir píanó og var að búa til prent-
unar úti í Þýskalandi. Jón fylgdi þjóðlögunum úr hlaði með
útskýringum á gerð og náttúru laganna. Tónleikarnir voru endurteknir
fyrir almenning nokkrum vikum síðar í Nýja bíói. í útskýringum Jóns
með lögunum kom fram, að hann leit ekki á þjóðlögin sem list í sjálfu
sér heldur sem efnivið, sem nýta mætti til listrænnar sköpunar.29) Það
átti eftir að liggja fyrir Jóni sjálfum að nýta þennan efnivið til eigin tón-
sköpunar og vinna úr honum þau lögmál sem fremur öðrum stýrðu
penna hans við nótnaskriftirnar.
VIII
Það má telja víst, að með Jóni hafi allt frá unglingsárunum blundað
löngun til þess að semja tónlist. Það var hins vegar ekki fyrr en heimur
þjóðlaganna hafði opnast fyrir honum að hann taldi sig reiðubúinn til
slíkra starfa. Um þetta sagði Jón síðar á lífsleiðinni:
En mig langaði samt að reyna. Því ekki? Svo átti ég í sálarstríði mánuðum
saman, áður en ég samdi mitt fyrsta tónverk. Gat ég bætt einhverju nýju við?