Andvari

Volume

Andvari - 01.01.1990, Page 26

Andvari - 01.01.1990, Page 26
24 HJÁLMAR H. RAGNARSSON ANDVARI ljósvakans til fjarlægra landa. Fréttir birtust reglulega í íslenskum blöðum um þá velgengni, sem Jón átti að fagna á erlendum vettvangi, en það var honum sérstakt kappsmál að sanna fyrir löndum sínum heima, að frami hans í útlöndum væri raunverulegur en ekki raup eitt. Hann hafði nokkrar tekjur af þessum flutningi verka sinna en þær urðu aldrei miklar því að verndun höfundaréttar á tónverkum var á þeim tíma mjög skammt á veg komin. Það varð fremur til að ýta undir velgengni Jóns í Þýskalandi en hitt, að kenningar hans um þjóðlegar rætur listanna féllu í góðan jarðveg hjá ýmsum hugmyndafræðingum þjóðernissósíalismans, þó svo að skilningur þeirra á þeim ætti sér aðrar forsendur en þær sem Jón byggði kenningarnar á. Jón var ákafur þjóðernissinni, eins og tónsmíðar og skrif hans um listir og menningarmál bera greinilega vott um, og þjóð- ernistilfinningin átti sér djúpar rætur í hjarta hans, - gegnsýrði alla hans hugsun: Eg ólst upp á tíma hörðustu baráttunnar um sjálfstæði íslands og teygaði í mig ættjarðarástina - ef svo má að orði komast - og ættjarðarstefnuna, svo að hún var, frá því að eg fyrst man eftir mér, mín sterkasta tilfinning - eins og nokkurs konar frumstætt náttúruafl, sem óx við áhrif umhverfisins.35* Jón taldi íslendinga ennþá vera kúgaða af oki hinnar dönsku herra- þjóðar, og hann sakaði þá um hjáleigumennsku og ræfilskap til bæði andlegra og líkamlegra starfa. Hann dáði fornmenningu íslendinga, sem hann taldi hafa verið keyrða í dróma á 13. öld, vegna kúgunar er- lendra þjóða, og hann vildi endurreisn þeirrar menningar. Þá endur- reisn taldi hann vera helstu von Evrópuþjóða um menningarlega við- reisn á tímum ríkjandi niðurlægingar. Það má ætla að kúltúrkenningar Jóns hafi að ýmsu leyti samrýmst kenningum nasista um endurreisn norrænnar menningar og yfirburði hins norræna kynstofns fram yfir aðra, en þó var svo ekki. Hugmyndir Jóns byggðust á rétti smáþjóða til sjálfstæðis og menningarlegrar reisnar en nasistar stefndu að heims- yfirráðum og drottnun hins aríska kynstofns yfir öðrum. Hvergi hafa fundist neinar heimildir um, að Jón hafi gengið erinda hinna þýsku valdhafa og söguburður um, að hann hafi verið nasisti hefur margsinn- is verið hrakinn. Þessi söguburður var ekki síst ósanngj arn fyrir þá sök, að í æðum konu hans og tveggja dætra rann gyðingablóð, og var því hans nánasta fjölskylda í stöðugum lífsháska vegna ofsókna hinna blóðþyrstu valdhafa Þriðja ríkisins. Að sögn Jóns bönnuðu nasistar
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148

x

Andvari

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.