Andvari

Årgang

Andvari - 01.01.1990, Side 27

Andvari - 01.01.1990, Side 27
andvari JÓN LEIFS 25 opinberan flutning á verkum hans árið 1937, en þó fengust undanþágur frá þessu banni tvisvar eða þrisvar til ársins 1941. Eitt magnaðasta tónverk Jóns, Konzert fyrir orgel og hljómsveit op. 7, var flutt á allsögulegum tónleikum í Berlín, þann 10. mars 1941. Tónleikarnir voru haldnir á vegum Prússnesku listakademíunnar, og var það að undirlagi Gerhards von Keusslers að Jóni var boðið að stjórna verki sínu. Kurt Utz lék á orgelið. Kristján Albertsson var við- staddur þessa tónleika og segir svo frá þeim: Jón Leifs var síðastur á hljómskránni síðasta kvöldið, og stjórnaði verki sínu Hljómleik fyrir orgel og hljómsveit. Ég sat á svölum og sá ekki niður í salinn, sá ekki að fólk var að ganga út allan tímann meðan verkið var leikið, svo að örfáir voru eftir í lokin. Mér fannst verk Jóns stórfenglegt, og ég bjóst við að eftir lok þess myndi húsið leika á reiðiskjálfi af fögnuði. En við vorum víst innan við tuttugu sem klöppuðum, oglangt hver fráöðrum í hinum stóra, nærri tómasal. Jón Leifs sneri sér við og hneigði sig brosandi, og við klöppuðum lengi þessir tuttugu, og hann hélt áfram að hneigja sig, til hægri og til vinstri og upp til svalanna, með hressilegum ánægjusvip, eins og þetta væri fágætur sigur. . . Ég hitti Jón Leifs á eftir í herbergi hans að sviðsbaki. Inn kom liðsforingi í einkennisbúningi, teinréttur og hvatlegur, rétti tónskáldinu nafnspjald sitt og sagði: „Má ég þakka yður. Ég skammast mín fyrir landa mína í kvöld“ - hneigði sig og fór.36) Pessi lýsing Kristjáns sýnir betur en flest annað skapferli Jóns og eins varpar hún ljósi á þá erfiðleika, sem illa séðir listamenn áttu við að glíma í Þýskalandi nasismans. X Af bréfum Jóns og greinaskrifum má sjá, að hugur hans stefndi ávallt til fósturlandsins. Hann dreymdi um að fá starf á íslandi við sitt hæfi, sem hann gæti framfleytt sér og sinni fjölskyldu af. Pau Jón og Annie eignuðust aðra dóttur, Líf, þann 20. ágúst 1929, en þá voru þau nýflutt frá Baden-Baden til Travemunde við Eystrasalt. Nokkrum mánuðum áður hafði Jón misst föður sinn, en fráfall Þorleifs var Jóni ákaflega þungbært, enda voru þeir feðgar óvenjulega nánir. Draumur Jóns um að fá fast starf á íslandi rættist ekki fyrr en í febrúar 1935, en þá var hann ráðinn tónlistarstjóri Ríkisútvarpsins. Hann flutti þá heim til
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146
Side 147
Side 148

x

Andvari

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.