Andvari - 01.01.1990, Page 28
26
HJÁLMAR H. RAGNARSSON
ANDVARI
móður sinnar, en Annie og dæturnar tvær urðu eftir í Þýskalandi og
bjuggu þær í Rehbriicke nálægt Berlín. Jón hafði mjög ákveðnar og
skýrar hugmyndir um hlutverk útvarpsins í íslensku þjóðlífi, en honum
veittist erfitt að koma þeim hugmyndum í framkvæmd vegna skilnings-
leysis yfirboðara sinna. Svo fór að lokum, að hann hætti störfum hjá
Ríkisútvarpinu 1937 og fluttist þá aftur til fjölskyldu sinnar í
Þýskalandi.
Þá var svo komið í Þýskalandi, að enginn gyðingur gat talið sig þar
óhultan vegna ofsókna nasista en Jón taldi, að þar sem hann væri ís-
lenskur ríkisborgari gæti hann veitt fjölskyldu sinni vernd fyrir þeim
ofsóknum.37) í október 1938 hertóku nasistar Súdetaland og flýðu þá
tengdaforeldrar Jóns til Prag. Eignir þeirra hefðu væntanlega verið
gerðar upptækar ef Jóni hefði ekki tekist að fá þær skráðar á sitt
nafn.38) Nokkrum mánuðum síðar hertóku Þjóðverjar Tékkóslóvakíu
og voru þá gyðingum þar í landi allar undankomuleiðir lokaðar.
Tengdamóðir Jóns lenti í fangabúðum nasista og var myrt þar, en
íengdafaðir hans dó náttúrulegum dauðdaga áður en kom til þess að
hann væri sendur í útrýmingabúðir.
XI
Eftir að Jón fluttist aftur til Þýskalands einbeitti hann sér að tónsmíð-
unum. Á árinu 1939 lauk hann við smíði stærsta verks síns til þess tíma,
Eddu I, Oratorium - Sköpun heimsins op. 20 fyrir tvo einsöngvara,
blandaðan kór og sinfóníuhljómsveit. Þetta verk er í þrettán þáttum og
voru tveir þeirra fluttir á hljómleikum í Kaupmannahöfn 1952. Áheyr-
endur á hljómleikunum í Kaupmannahöfn brugðust við tónlist Jóns
með flissi og hlátrasköllum, og hefur Jón þá eflaust gert sér grein fyrir
því, að hann átti ekki samleið með þeim ungu tónskáldum, sem á þeim
tíma boðuðu fagnaðarerindi hinnar nýju hreintrúarstefnu í vestrænni
tónsköpun. Óratorían Edda I - Sköpun heimsins hefur ekki enn verið
flutt í heild sinni þrátt fyrir ýmsar stórhuga ráðagerðir þar um.
Jón smíðaði sinn fyrsta strengjakvartett, Mors et Vita op. 21, á síð-
ustu mánuðum hins örlagaríka árs 1939. Þessi kvartett býr yfir sárs-
auka og hljóðlátri depurð, og í lok hans hljómar hinn alþekkti tvísöng-
ur Húmar að mitt hinsta kvöld. í tvo áratugi hafði Jón gengið með þann