Andvari

Árgangur

Andvari - 01.01.1990, Síða 28

Andvari - 01.01.1990, Síða 28
26 HJÁLMAR H. RAGNARSSON ANDVARI móður sinnar, en Annie og dæturnar tvær urðu eftir í Þýskalandi og bjuggu þær í Rehbriicke nálægt Berlín. Jón hafði mjög ákveðnar og skýrar hugmyndir um hlutverk útvarpsins í íslensku þjóðlífi, en honum veittist erfitt að koma þeim hugmyndum í framkvæmd vegna skilnings- leysis yfirboðara sinna. Svo fór að lokum, að hann hætti störfum hjá Ríkisútvarpinu 1937 og fluttist þá aftur til fjölskyldu sinnar í Þýskalandi. Þá var svo komið í Þýskalandi, að enginn gyðingur gat talið sig þar óhultan vegna ofsókna nasista en Jón taldi, að þar sem hann væri ís- lenskur ríkisborgari gæti hann veitt fjölskyldu sinni vernd fyrir þeim ofsóknum.37) í október 1938 hertóku nasistar Súdetaland og flýðu þá tengdaforeldrar Jóns til Prag. Eignir þeirra hefðu væntanlega verið gerðar upptækar ef Jóni hefði ekki tekist að fá þær skráðar á sitt nafn.38) Nokkrum mánuðum síðar hertóku Þjóðverjar Tékkóslóvakíu og voru þá gyðingum þar í landi allar undankomuleiðir lokaðar. Tengdamóðir Jóns lenti í fangabúðum nasista og var myrt þar, en íengdafaðir hans dó náttúrulegum dauðdaga áður en kom til þess að hann væri sendur í útrýmingabúðir. XI Eftir að Jón fluttist aftur til Þýskalands einbeitti hann sér að tónsmíð- unum. Á árinu 1939 lauk hann við smíði stærsta verks síns til þess tíma, Eddu I, Oratorium - Sköpun heimsins op. 20 fyrir tvo einsöngvara, blandaðan kór og sinfóníuhljómsveit. Þetta verk er í þrettán þáttum og voru tveir þeirra fluttir á hljómleikum í Kaupmannahöfn 1952. Áheyr- endur á hljómleikunum í Kaupmannahöfn brugðust við tónlist Jóns með flissi og hlátrasköllum, og hefur Jón þá eflaust gert sér grein fyrir því, að hann átti ekki samleið með þeim ungu tónskáldum, sem á þeim tíma boðuðu fagnaðarerindi hinnar nýju hreintrúarstefnu í vestrænni tónsköpun. Óratorían Edda I - Sköpun heimsins hefur ekki enn verið flutt í heild sinni þrátt fyrir ýmsar stórhuga ráðagerðir þar um. Jón smíðaði sinn fyrsta strengjakvartett, Mors et Vita op. 21, á síð- ustu mánuðum hins örlagaríka árs 1939. Þessi kvartett býr yfir sárs- auka og hljóðlátri depurð, og í lok hans hljómar hinn alþekkti tvísöng- ur Húmar að mitt hinsta kvöld. í tvo áratugi hafði Jón gengið með þann
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134
Síða 135
Síða 136
Síða 137
Síða 138
Síða 139
Síða 140
Síða 141
Síða 142
Síða 143
Síða 144
Síða 145
Síða 146
Síða 147
Síða 148

x

Andvari

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.