Andvari - 01.01.1990, Síða 30
28
HJÁLMAR H. RAGNARSSON
ANDVARI
XII
í febrúar 1944 tókst Jóni að fá ferðaleyfi til Svíþjóðar fyrir sig og fjöl-
skyldu sína. í»etta tókst með hjálp Ernst Zíichners, fulltrúa fyrir Norð-
urlönd í útbreiðslumálaráðuneytinu í Berlín.40) í hinum nýju heim-
kynnum stóð fjölskyldunni ekki lengur ógn af ofsóknum nasista, en
önnur vandkvæði komu upp, - vandkvæði sem ekki varð lengur umflú-
ið að horfast í augu við. Pau Annie og Jón höfðu þolað saman súrt og
sætt í yfir tuttugu ár, en nú voru þeir brestir komnir í hjónabandið sem
ekki urðu bættir. Þau sóttu um skilnað og fengu hann 1946. Erfitt er að
gera sér í hugarlund hvað í raun olli því að leiðir þeirra Annie og Jóns
skildu, en ekki er ólíklegt að hin kröppu kjör og utanaðkomandi ógnir,
sem þau bjuggu við á Þýskalandsárunum, hafi gert þeim lífið svo
þungbært, að hjónabandið hafi hlotið óbætanlegan skaða af. Jón sigldi
heim til íslands með Esjunni í júlí 1945, en Annie og dæturnar tvær
urðu eftir í Svíþjóð.
Um borð í skipinu á leiðinni heim voru auk farþeganna breskir her-
menn, og settu þeir Jón í varðhald fyrir að óhlýðnast skipunum breskra
hernaðaryfirvalda. Hann var þess vegna ófrjáls maður þegar hann loks
sá land sitt rísa úr sæ eftir margra ára fjarvist. Eftir yfirheyrslur banda-
rískra setuliðsforingja í Reykjavík fékk Jón að fara frjáls ferða sinna,
enda fundust engar þær sakargiftir sem réttlættu varðhald hans. Tíu
árum síðar urðu atvikin um borð í Esjunni kveikja að tónverkinu
Landsýn op. 41 fyrir karlakór og hljómsveit.
XIII
Nýr þáttur hófst í lífi Jóns Leifs við heimkomuna 1945. Félagsmál lista-
manna tóku hug hans allan, og aðeins átján dögum eftir að hann steig
fæti sínum á land í Reykjavík stofnuðu íslensk tónskáld með sér félag,
sem gefið var nafnið Tónskáldafélag íslands.
Mannréttindabarátta listamanna hafði lengi brunnið á Jóni, sem
sést best á því, að um það bil tuttugu árum áður átti hann öðrum mönn-
um fremur frumkvæðið að stofnun Bandalags íslenskra listamanna. Sá
félagsskapur var stofnaður haustið 1928. Um þátt Jóns í stofnun
bandalagsins og um hugmyndir hans varðandi hlutverk þess segir Ing-