Andvari - 01.01.1990, Page 31
ANDVARI
JÓN LEIFS
29
unn Þóra Magnúsdóttir í ritgerð sinni um fyrstu ár Bandalags íslenskra
listamanna:
Félagið er skilgetið afkvæmi Jóns. Það menningarlega umhverfi sem hann
hrærðist í erlendis vakti hann til vitundar um samtakamátt listamanna. Jón
vildi rjúfa menningarlega einangrun heimalands síns og gefa því hlutdeild í
umheiminum, jafnframt því sem heimurinn átti að kynnast menningu og list
íslands. Jón leit á ísland sem sjálfkjörið forystuland norrænnar menningar,
„Vonarstjörnu Norðursins", og ætlaði listamönnum þess stóra hluti. Líklega
hefur Jón líka upphaflega ætlað samtökum listamanna annað hlutverk en varð.
Hann hefur í byrjun verið að hugsa um listráð, en úr verða hagsmunasamtök.
Þótt hans hugmynd hafi ekki náð fram að ganga, vinnur hann félagsskapnum af
jafn heilum huga eftir sem áður.41)
Jón var ritari í fyrstu stjórn bandalagsins, en Gunnar Gunnarsson,
skáld, var fyrsti formaður þess og Guðmundur Einarsson frá Miðdal
gjaldkeri.
Stofnfundur Tónskáldafélags íslands var haldinn þann 25. júlí 1945
°g átti Jón Leifs frumkvæðið að þeim fundi. Auk Jóns sátu fundinn
þeir Páll ísólfsson, Sigurður Pórðarson, Karl O. Runólfsson og Helgi
Pálsson. Á fundinum lagði Jón fram frumvarp að lögum fyrir félagið og
var það samþykkt. Auk þess lagði hann fram tillögu um hverjir skyldu
skipa fyrstu stjórn þess og var hún einnig samþykkt. Þá stjórn skipuðu
þeir Páll ísólfsson, formaður, Hallgrímur Helgason, ritari, og Helgi
Pálsson, gjaldkeri. Jón sjálfur var kjörinn varaformaður. Jón gegndi
formennsku í Tónskáldafélagi íslands frá 1948 til 1950, og 1952 var
hann aftur kjörinn til þess starfs. Hafði hann þá formennskuna óslitið á
hendi allt til dauðadags.
Tónskáldafélagi íslands var og er enn ætlað að standa vörð um hags-
muni íslenskra tónskálda. Pað var Jóni mikið kappsmál að fá viður-
kenndan eignarrétt höfunda yfir verkum sínum, þannig að þeir gætu
haft tekjur af tónsmíðavinnu sinni og orðið fjárhagslega sjálfstæðir.
Með Tónskáldafélagi íslands var orðinn til sá vettvangur, sem gerði
íslenskum tónskáldum kleift að berjast fyrir þessum rétti og fyrir öðr-
um þeim málum sem snertu hag þeirra. Félaginu tókst með Jón í
broddi fylkingar að fá þennan rétt viðurkenndan, og var það formlega
gert með fullgildingu Alþingis 1947 á Bernarsáttmálanum. Pann 28.
janúar 1948 voru svo stofnuð Samtök tónskálda og eigenda flutnings-
rettar, STEF, og var þeim samtökum falið að vernda höfundaréttinn
°g sjá um innheimtu á flutningsgjöldum og greiðslum til höfunda. Jón