Andvari

Årgang

Andvari - 01.01.1990, Side 32

Andvari - 01.01.1990, Side 32
30 HJÁLMAR H. RAGNARSSON ANDVARI var lengst af formaður stjórnar STEFs og framkvæmdastjóri samtak- anna var hann frá stofnun þeirra til dauðadags. Annað helsta baráttumál Tónskáldafélags íslands á þessum fyrstu árum félagsins var stofnun útbreiðslumiðstöðvar fyrir íslenska tónlist. Á stjórnarfundi í október 1955 lagði Jón fram drög að lagafrumvarpi um slíka miðstöð, og í kjölfarið héldu tónskáld ótal fundi um þetta mál. Þrátt fyrir ötula baráttu tókst hvorki Jóni né öðrum tónskáldum að fá stjórnvöld til þess að leggja til fjármagn, sem tryggja myndi rekst- ur útbreiðslumiðstöðvarinnar, og dróst þess vegna frá einu árinu til annars að koma henni á laggirnar. Það var ekki fyrr en á öndverðum vetri 1968 að veruleg hreyfing komst á þetta mál, og var stofnfundur íslenskrar tónverkamiðstöðvar haldinn í febrúar það sama ár. Af ein- hverjum ástæðum var Jón ekki viðstaddur þennan stofnfund, og taldi hann að félagar hans hefðu gengið framhjá sér við boðun fundarins. Hvað sem því líður, þá tók Jón þetta mjög nærri sér, enda var út- breiðslumiðstöðin honum mikið hjartans mál. Að undirlagi og frumkvæði Jóns voru stofnuð alþjóðleg samtök tón- skálda á Þingvöllum þann 17. júní 1954. Fulltrúar tónskálda frá tíu þjóðum undirrituðu stofnskrá samtakanna, en síðar bættust við tón- skáld frá fleiri þjóðum. Jón var kjörinn forseti samtakanna. í stofn- skránni kemur fram, að Alþjóðaráð tónskálda, eins og samtökin voru nefnd, skyldi beita sér fyrir auknum réttindum til handa tónskáldum og skyldi lögð áhersla á verndun sæmdarréttarins og á rétt tónskálda til endurgjalds fyrir afnot af tónverkum sínum. Þá var ráðinu ætlað að vera vettvangur aukinnar alþjóðlegrar samvinnu á milli tónskálda. Þrátt fyrir skýr markmið og göfugan tilgang tókst ekki betur til með rekstur ráðsins en svo, að á árinu 1963 var það leyst upp og starfsemi þess hætt. Þá voru aðeins níu ár liðin frá stofnfundinum á Þingvöllum. Jón ferðaðist víða um heim í erindum fyrir Tónskáldafélagið og STEF. Hann sótti alþjóðafundi tónskálda og rétthafa, tók þátt í al- þjóðlegum þingum og ráðstefnum um tónlistarmál, og hann fór á tón- listarhátíðir sem haldnar voru í stórborgum Evrópu. Þá var hann for- maður Norræna tónskáldaráðsins 1952-1954 og aftur 1962-1964. Hann var tíður gestur í Svíþjóð á fyrstu árunum eftir stríðið, og þar kynntist hann sænskri konu, Althea Maria Duzzina Heintz (ættarnafn: Anderson, f. 26. mars 1905), og kvæntist hann henni í Gömlu Upp- salakirkju 3. febrúar 1950. Hjónaband þeirra entist ekki lengi og fengu þau skilnað 5. apríl 1956.42)
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146
Side 147
Side 148

x

Andvari

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.