Andvari - 01.01.1990, Qupperneq 32
30
HJÁLMAR H. RAGNARSSON
ANDVARI
var lengst af formaður stjórnar STEFs og framkvæmdastjóri samtak-
anna var hann frá stofnun þeirra til dauðadags.
Annað helsta baráttumál Tónskáldafélags íslands á þessum fyrstu
árum félagsins var stofnun útbreiðslumiðstöðvar fyrir íslenska tónlist.
Á stjórnarfundi í október 1955 lagði Jón fram drög að lagafrumvarpi
um slíka miðstöð, og í kjölfarið héldu tónskáld ótal fundi um þetta
mál. Þrátt fyrir ötula baráttu tókst hvorki Jóni né öðrum tónskáldum
að fá stjórnvöld til þess að leggja til fjármagn, sem tryggja myndi rekst-
ur útbreiðslumiðstöðvarinnar, og dróst þess vegna frá einu árinu til
annars að koma henni á laggirnar. Það var ekki fyrr en á öndverðum
vetri 1968 að veruleg hreyfing komst á þetta mál, og var stofnfundur
íslenskrar tónverkamiðstöðvar haldinn í febrúar það sama ár. Af ein-
hverjum ástæðum var Jón ekki viðstaddur þennan stofnfund, og taldi
hann að félagar hans hefðu gengið framhjá sér við boðun fundarins.
Hvað sem því líður, þá tók Jón þetta mjög nærri sér, enda var út-
breiðslumiðstöðin honum mikið hjartans mál.
Að undirlagi og frumkvæði Jóns voru stofnuð alþjóðleg samtök tón-
skálda á Þingvöllum þann 17. júní 1954. Fulltrúar tónskálda frá tíu
þjóðum undirrituðu stofnskrá samtakanna, en síðar bættust við tón-
skáld frá fleiri þjóðum. Jón var kjörinn forseti samtakanna. í stofn-
skránni kemur fram, að Alþjóðaráð tónskálda, eins og samtökin voru
nefnd, skyldi beita sér fyrir auknum réttindum til handa tónskáldum
og skyldi lögð áhersla á verndun sæmdarréttarins og á rétt tónskálda til
endurgjalds fyrir afnot af tónverkum sínum. Þá var ráðinu ætlað að
vera vettvangur aukinnar alþjóðlegrar samvinnu á milli tónskálda.
Þrátt fyrir skýr markmið og göfugan tilgang tókst ekki betur til með
rekstur ráðsins en svo, að á árinu 1963 var það leyst upp og starfsemi
þess hætt. Þá voru aðeins níu ár liðin frá stofnfundinum á Þingvöllum.
Jón ferðaðist víða um heim í erindum fyrir Tónskáldafélagið og
STEF. Hann sótti alþjóðafundi tónskálda og rétthafa, tók þátt í al-
þjóðlegum þingum og ráðstefnum um tónlistarmál, og hann fór á tón-
listarhátíðir sem haldnar voru í stórborgum Evrópu. Þá var hann for-
maður Norræna tónskáldaráðsins 1952-1954 og aftur 1962-1964.
Hann var tíður gestur í Svíþjóð á fyrstu árunum eftir stríðið, og þar
kynntist hann sænskri konu, Althea Maria Duzzina Heintz (ættarnafn:
Anderson, f. 26. mars 1905), og kvæntist hann henni í Gömlu Upp-
salakirkju 3. febrúar 1950. Hjónaband þeirra entist ekki lengi og fengu
þau skilnað 5. apríl 1956.42)