Andvari - 01.01.1990, Page 33
andvari
JÓN LEIFS
31
XIV
Hinn 11. júlí 1947 gerðist sá harmleikur, sem risti Jón dýpra og sárar en
nokkur annar atburður á lífsleið hans. Dóttir hans, Líf, sem þá var að-
eins sautján ára gömul, drukknaði þann dag á sundi milli Jakobseyjar
við vesturströnd Svíþjóðar og lands. Líf sótti þetta sumar fiðlutíma hjá
Charles Barkel í Hamburgsund, og var hún vön að byrj a hvern morgun
á því að synda þessa kílómetralöngu leið á milli eyjar og lands. Þenn-
an örlagaríka morgun var sjórinn óvenju kaldur og varaði fiskimaður
Líf við því að leggjast til sunds. Annie og Snót komu á vettvang daginn
eftir og sýndist mönnum Annie vera stjörf af sorg. Eftir níu daga leit
fannst lík Lífar og var hún síðan lögð til hinstu hvíldar í Reykjavík.43)
Annie og Snót fluttu síðar meir til Reykjavíkur þar sem Annie bjó
þeim heimili á Nýlendugötunni og hafði viðurværi af því að kenna á
píanó í einkatímum. Annie lést 3. nóvember 1970, þá sjötíu og þriggja
ára gömul.
Jón fékk útrás fyrir harm sinn yfir dauða Lífar í tónsmíðunum. Hann
samdi þrjú undurfögur verk í minningu hennar, Requiem (sálumessa)
op. 33 fyrir blandaðan kór, Erfiljóð - In memoriam op. 35 fyrir karla-
kór, og strengjakvartettinn Vita et mors op. 36. Þessi verk lýsa öll
stirðnaðri sorg og djúpum sársauka, en um leið kveikja þau von hjá
áheyrandanum um eilíft líf og birtu. Kvartettinn er í þremur þáttum
(Bernska, Æska og Sálumessa - Eilífð), en hið kyrrláta Requiem, sem
samið er við ljóð Jónasar Hallgrímssonar og við brot úr þjóðvísum, er
ein óslitin hljómadýrð. Þessi hljómadýrð líður áfram í hægu hljóðfalli,
sem í senn minnir á öldufall sjávarins og á hreyfingu barnsvöggunnar.
XV
Flestar heimildir um Jón bera vott um, að hann hafi verið maður
djúprar alvöru, jafnvel angistar. Þrátt fyrir öruggt fas og stundum
þóttafulla framkomu var lund hans viðkvæm. Hann var stórlyndur en
fljótur til sátta, hlýr í viðmóti við flesta en sú hlýja gat breyst í harðn-
eskju ef honum fannst að sér sótt. Tilfinningum sínum flíkaði Jón
aldrei. í störfum sínum var hann kjarkmikill og áræðinn og þótt á móti