Andvari

Árgangur

Andvari - 01.01.1990, Blaðsíða 43

Andvari - 01.01.1990, Blaðsíða 43
gunnar stefánsson Úr kynjaheimi sagnaskálds Um Guðmund Daníelsson og Blindingsleik Guðmundur Daníelsson lést á Selfossi 6. febrúar 1990, á áttugasta aldursári. Hann var í meir en hálfa öld meðal þeirra rithöfunda þjóðarinnar sem mest létu að sér kveða, gaf út fyrstu bók sína 1933. Síðan rak hver bókin aðra, sú síðasta 1989, Óskin er hœttuleg, „heimildaskáldsaga um Guðmund Daníels- son, vini hans og fleira fólk“, eins og bókin er skilgreind á titilblaði. Sama ár kom einnig safn þýddra ljóða. Samkvæmt bókaskrá í Óskin er hættuleg urðu frumsamin rit Guðmundar fimmtíu talsins, þýddar bækur sex. Það er aug- Ijóst að ekki er hlaupið að því að fá yfirsýn um verk höfundarins, því síður sem enn hefur fátt verið um þau ritað að gagni. Þó ber að nefna yfirlit eftir Eystein Sigurðsson, Um skáldsögur Guðmundar Daníelssonar, gefið út í sérstakri bók sem fylgirit með ritsafni höfundar 1981. Vísast hér í bók Ey- steins, en í henni er einnig skrá um ritdóma og greinar um höfundinn og verk hans. Óskin er hættuleg - sem höfundur segir reyndar sjálfur að verði sín síðasta bók - er að meginefni rakning á atvikum í lífi hans um fertugt, byggð á dag- bókum. Margt er þar smátt til tínt, en í heilu lagi veitir bókin lifandi mynd af annríku lífi Guðmundar. En hér er fleira, allt frá bernskuminningu þar sem sýgir frá því er drengurinn „bað Jesús-Guð að gera mig að skáldi, í fyrsta og emnig síðasta sinn, þá og ekki oftar, ég þurfti þess ekki: ósk mín hafði sam- stundis verið uppfyllt.“ (Bls. 9 ) - Eftir það varð skáldskapurinn meginatriði 1 h'fi hans þótt á margt legði hann gjörva hönd. Guðmundur Daníelsson kemur fram á þeim tíma sem sósíalrealismi er í uppgangi í sagnagerð. Fyrsta skáldsaga hans kom á prent 1935, á sama ári sem róttækir höfundar hófu að gefa út Rauða penna þar sem fagnaðarerindi þeirrar nýju bókmenntastefnu var boðað. Þetta var einmitt trúboði líkast og ungir höfundar og upprennandi hlutu að hrífast með. Það gerði Guðmundur líka í fyrstu en virðist aldrei hafa fallið inn í söfnuðinn. Félagar í þessum samtökum stunduðu opinskáa gagnrýni hver á annars verk, en slíkt þoldu juenn misjafnlega. Guðmundur hefur gefið fyndna og neyðarlega lýsingu á Pess háttar samkomu í smásögunni Skáld á fundi (í smásagnabókinni Dreng-
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144
Blaðsíða 145
Blaðsíða 146
Blaðsíða 147
Blaðsíða 148

x

Andvari

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.