Andvari

Volume

Andvari - 01.01.1990, Page 44

Andvari - 01.01.1990, Page 44
42 GUNNAR STEFÁNSSON ANDVARI uráfjalli og síðar í úrvalinu Tapað stríð). Persónum öllum eru gefin rússnesk nöfn sem auðvelt er raunar að ráða í. Petta er engin tilviljun því að Sov- ét-Rússland var hið fyrirheitna land ungra róttæklinga á þessum árum. For- kólfur róttækra höfunda um þær mundir var sovétvinurinn Kristinn E. Andrésson, áhrifamaður í menningarlífinu um langt skeið. „Sá sem ekki er kommúnisti, getur ekki orðið gott skáld,“ hefur Guðmundur eftir Kristni í Óskinni (bls. 113). í ritdómi í tímaritinu Rétti 1935 kveður Kristinn skýrt að orði um að það sé „kommúnistanna að skapa listaverkin, sem fela sannleikann í sér.“ Prátt fyr- ir þetta kunni hann vissulega að meta borgaralega höfunda og þarf ekki ann- að en líta á greinar hans um Einar Benediktsson, Davíð Stefánsson og Gunn- ar Gunnarsson því til sönnunar (sjá ritgerðasafnið Um íslenzkar bókmenntir I—II, 1976-79). Kristinn var fagurkeri, hetjudýrkandi sem hreifst af guð- spjalli kommúnismans. Eftir það mat hann samtímaskáldskap á pólitískum forsendum og borgaralegir höfundar sem ekki höfðu séð ljósið voru óhjá- kvæmilega á villubraut að hans dómi. Lýsing Guðmundar á honum og sam- bandi þeirra í Óskinni gæti þess vegna staðist: „....innst í hjarta sínu mátti hann ekkert aumt sjá, enda þótt mörgu skáldinu hefði hann neyðst til að farga með eldrauðum gullpenna sínum. Auk þess hafði honum alla tíð þótt innilega vænt um mig. Hann bar til mín sams konar tilfinningu og ungs frænda sem væri að villast uppi á heiði, fjarri foreldrum sínum og réttri leið heim til föðurhúsanna.“(Bls. 113) Hvað sem þessu líður er ljóst að lengi voru menn á báðum áttum um sögur Guðmundar Daníelssonar, vissu ekki hvað þeir ættu að gera úr honum. Árni Sigurjónsson víkur að fyrstu sögum Guðmundar í riti sínu, Laxness og þjóð- lífið. Bókmenntir og bókmenntakenningar á árunum milli stríða (1986). Þar eru þær bornar upp að ljósi hinna róttæku verka á þessum tíma. Þá voru skrifaðar sögur um fátæktarbasl, með misjafnlega sterkri pólitískri hneigð. Guðmundur taldist, eins og ráða má af orðum hans sjálfs í Óskinni, ekki nægilega vakandi í pólitískum skilningi. En Árni metur hann svo í því sam- hengi að sögur hans greini sig frá „hinni hefðbundnu sveitasælusögu“, stíll hans sé „hæðnislegur á köflum sem mér virðist líklegt að tengist því að menn voru orðnir þreyttir á sveitamærð. Sjónarhorn hans er að nokkru leyti sjón- arhorn utanaðkomandi manns og hæðnin borgarbúans." Pá segir í þessari greinargerð Árna að í gamansemi sinni feti Guðmundur á þessum árum „í slóð Tómasar Guðmundssonar sem hafði óvenju hugsjónalítið og létt skop- skyn og féll í kramið hjá borgarbúum ... Þeir tveir, og þó einkum Tómas, geta virst innantómir og léttúðarfullir þegar hugsað er út í erfiðleika krepputímans.“(Bls. 132-34) Þessi söguritun má kallast undarleg að hálfri öld liðinni, eins og gagnrýnandinn sé með gömlu kreppugleraugun á nefinu. Tíðarandinn er að
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148

x

Andvari

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.