Andvari

Árgangur

Andvari - 01.01.1990, Síða 47

Andvari - 01.01.1990, Síða 47
ANDVARI ÚR KYNJAHEIMI SAGNASKÁLDS 45 Hamsuns. Kannski er Guðmundur Daníelsson síðasti fulltrúi „hamsúnisma“ í íslenskri sagnagerð. Um þá hyggju hefur nýlega verið ritað, sjá fyrrnefnda bók Árna Sigurjónssonar. Árni fjallar að vísu um hamsúnisma sem íhalds- sama þjóðfélagsboðun og bændadýrkun. Slíku er ekki til að dreifa hjá Guð- mundi, þótt viðhorf hans séu borgaraleg. En sjónarhorn og frásagnaraðferð í sögum eins og Húsinu sverja sig í ætt við Hamsun. Að aflokinni sögu Brimvers og Hlaðbæjar ( Selfoss) í skáldsöguformi í þrem sögum sneri Guðmundur sér að eigin ævi, minningum og forfeðrum í allmörgum bókum. Síðasta eiginlega skáldsaga hans var svo Vatnið (1987), öðrum þræði saga um íslensk þjóðernismál; Vatnið er Þingvallavatn þótt ekki sé það nefnt svo. Þar er sýmbólíkin leidd út í öfgar, verður eins og tilbú- ið góss utan á sögunni í stað þess að renna inn í gangverk hennar, persónur táknin tóm. Kannski verður Vatnið meira metið þegar frá líður, ef menn líta á söguna sem eins konar niðurstöðu, lokamynd af því erindi sem Guðmund- ur ætlaði skáldskap sínum. Sú skáldsaga Guðmundar Daníelssonar sem oftast er nefnd þegar benda skal á besta verk hans er Blindingsleikur. Höfundur víkur að því í eftirmála annarrar útgáfu sögunnar 1973: „Fáar eða engar af bókum mínum hafa feng- ið jafn einróma viðurkenningu ritdómara, og ýmsir munu enn í dag telja Blindingsleik bezta skáldverk mitt.“ (Bls. 174) Þessu til staðfestingar má vísa til greinar Ólafs Jónssonar, „íslenzk sagna- gerð 1961“, Andvari 1962: „Guðmundur Daníelsson vann góðan sigur með Blindingsleik árið 1955 sem efldi mjög hipar fyrri vonir manna um framtíð hans, en ekki komst hann þar reyndar yfir hinn fræga herzlumun sem löngum hefur verið milli hans og stórvirkjanna. Sögulegar skáldsögur hans síðan sýnast mér allmjög að baki þeirri bók og öðrum beztu verkum hans.“ - Ólaf- ur vék síðar oft að því í skrifum sínum um Guðmund að hann væri raunar athyglisverðastur fyrir það sem honum mistækist. Síðast kvað hann svo að orði að því megi halda fram „um feril höfundarins í heild að honum hafi aldrei til hlítar tekist, en veitist þegar á líður sífellt örðugra, að samsama í sögum sínum rómantískan mannskilning og ýmisleg skáldleg áhugamál sem honum tengjast, og svo raunsæislega frásagnarhætti, rauntrúa persónugerð, í samhengi raunhæfrar lýsingar umhverfis og aldarfars.“ („Að segja sögu“, DV, 19. apríl 1982). Af samtíðardómum um Blindingsleik má nefna sérstaklega dóm Jónasar Kristjánssonar í Nýju Helgafelli 1956. Meginatriði þessa ritdóms er sú staðhæfing að Guðmundur hafi þarna mjög dregið dám af sögu eftir William Faulkner, Sanctuary, þaðan sé atriði eins og flökt stúlkunnar Birnu milli manna, svo og sé „eitthvað af þeim dularfulla anda“ sem Guðmundi hafi
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134
Síða 135
Síða 136
Síða 137
Síða 138
Síða 139
Síða 140
Síða 141
Síða 142
Síða 143
Síða 144
Síða 145
Síða 146
Síða 147
Síða 148

x

Andvari

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.