Andvari

Årgang

Andvari - 01.01.1990, Side 48

Andvari - 01.01.1990, Side 48
46 GUNNAR STEFÁNSSON ANDVARI tekist að blása í sögu sína þaðan ættað. Þessi saga Faulkners hefur reyndar síðar komið út á íslensku, í þýðingu Guðrúnar Helgadóttur, Griðastaður, 1969. Sverrir Hólmarsson skrifar eftirmála um Faulkner og söguna og gerir þar glögga grein fyrir inntaki hennar. Skemmst er frá því að segja að líkindi með þessum sögum, í persónugerð, meginhugsun eða stíl, eru næsta lítil og mætti lengi rekja dæmi „áhrifa“ ef telja á Guðmund hafa tekið sér Sanctuary til náinnar fyrirmyndar við Blindingsleik sinn. Hitt telst vart til tíðinda að sagnaskáld lesi Faulkner og hrífist af þeim heimi sem hann hefur skapað. Kann því eitthvað af „anda“ sögunnar að vera frá honum runnið. Guðmundur virðist hafa látið sér vel líka það almenna mat að Blindings- leikur tæki öðrum sögum hans fram og taldi hana raunar sjálfur „best heppn- uðu sögu sína“, hefur Matthías Johannessen eftir honum í minningargrein (Mbl. 16.feb.1990). Pað er því við hæfi nú, að höfundinum gengnum, að rýna lítið eitt í þessa sögu, kanna hvað það sé við hana sem réttlæti að skipa henni í öndvegi meðal sagna Guðmundar. Það hlýtur að minnsta kosti að mega líta á Blindingsleik sem verðugt dæmi þess sem hann gerði best. Sagan var rituð þegar höfundurinn var á besta skeiði, hálffimmtugur, en með tuttugu ára feril að baki. Blindingsleikur er samþjöppuð saga í tíma og rúmi, gerist öll á einni nóttu í litlu sjávarþorpi á suðurströnd íslands. Aðalpersónan er Birna Þorbrands- dóttir, ung stúlka sem frá barnæsku hefur þjónað blindum rusta sem misnot- ar hana, en þessa nótt fer hún frá honum og ákveður að leita æðra lífs. Fyrst heldur hún til prestsins en grípur þar í tómt, þar næst að Borgartúni þar sem bjuggu umboðsmaður sýslumanns, Loftur Árnason og kona hans. Þau eiga tvo syni, annar, Goði, er fæddur með sjúkdóm í blóði og á að deyja, er hafð- ur að húsgoði. En bróðir hans hét Torfi og átti að lifa, „og þótti lítt athyglis- verður sem von var.“ Birna hvarflar milli þessara bræðra en Torfi fellir hug til hennar. Á þessari nóttu losna einnig aðrar hvatir úr læðingi. Vinur Torfa, Theódór í Tröð, ger- ir alvöru úr þeirri ætlan að ræna maurapúka staðarins, Karl ríka, og munar ekki miklu að Torfi sé með í því verki. Birna hefur leitað skjóls hjá Karli eftir að hún snýr baki við hinum dauðamerkta Goða. Hún verður vitni að ráninu og því að Karl deyr fyrir hendi ræningjans. En einmitt á þessari stundu renn- ur upp fyrir Birnu að hún ann Torfa sem hún þó óttast að sé brotamaðurinn. Nú leitar hún hans í ákafa. Theódór örvinglast, rær út á sjó og drekkir sér. Elskendurnir „ná saman“ en skilja að sögulokum og fara til þjónustu við þá sem þurfa þeirra mest við, hún til að annast blindingjann sem nú er lamaður, hann til að sinna málþola fénaði á bæ sínum. Efnisútdráttur af þessu tagi, svo reyfaralegur sem hann er, segir ekki mik- ið um söguna. En það er ljóst að fyrir höfundi vakir að segja siðferðilega dæmisögu um þrár og hvatir manna. í því efni nýtir hann ýmis tilföng. í áður-
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146
Side 147
Side 148

x

Andvari

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.