Andvari

Ukioqatigiit
Ataaseq assigiiaat ilaat

Andvari - 01.01.1990, Qupperneq 50

Andvari - 01.01.1990, Qupperneq 50
48 GUNNAR STEFÁNSSON ANDVARI fremur daufri tilfinningu, hjá prestinum. Höfundur er trúr hefðinni í því að láta aðalpersónuna grípa í tómt hjá klerki. Hins vegar sigrar hinn kristilegi boðskapur prestsins: „það er fyrir starf, sjálfsafneitun og fórn, sem mann- eskjan lyftist yfir umhverfi sitt, önnur náðarmeðul eru ekki til.“ Aðeins er sá munur að í munni prestsins eru þetta blóðlaus orð, Birna og Torfi sanna að lokum gildi þeirra á sjálfum sér. Annars má um presta í bókmenntum vísa til greinarinnar „Guðsmenn og grámosi“ eftir Gunnar Kristjánsson, Andvari 1987. Enn er að telja byggingarlag Blindingsleiks, hversu hver kafli er hnitmið- aður. Sviðskiptingar minna á kvikmyndatækni eða leiksvið. Kastljósið færist á milli persóna markvisst í öllum fjórtán köflum sögunnar: Frá Jóni blinda í fyrsta kafla til Birnu, frá Birnu til Torfa í öðrum kafla. í þriðja kafla er Torfa lýst og afstöðu hans til bróður síns, þar stígur Theódór í Tröð fram á sviðið og áform hans um að ræna Karl ríka kemur fram. Parna er því búið að gera grein fyrir aðalpersónum og aðstæðum í þrem köflum. Síðan heldur Birna áfram för sinni til prestsins, því næst að Borgartúni til Goða þar sem hún losnar við blekkinguna um hinn dauðvona bróður. í millikafla er svo lýst maurapúkanum Karli ríka í Auðsholti, aðdraganda ránsins og hinum skelfi- legu endalokum þess. Eins og tíðkast í harmleikjum léttir höfundur á spenn- unni að ógnarverkinu unnu: þá kemur kankvíslegur milliþáttur um heimilis- föðurinn Loft í Borgartúni sem ekki fær svefnfrið, en spennan er vakin á ný í lok ellefta kafla þegar þau Birna óttast að Torfi sé glæpamaðurinn. Síðustu kaflarnir lýsa svo endalokum Theódórs og jafnframt vaknaðri hamingju Birnu og Torfa. Heimur sögunnar færist aftur í réttar skorður eins og í klass- ískum harmleik. Lítum á dæmi um stíl bókarinnar, hinn rómantíska og ljóðræna söguhátt verksins. Þetta er í upphafi fimmta kafla, Birna er komin frá prestinum. Hún hugsar í líkingu: sumt fólk er eins og þangið: „Hún var að hugsa um þetta á leiðinni austur vellina, með prestsetrið að baki: að hún væri eins og þangið meðan það hefði enn ekki náð landi, en velktist í bylgjunum, rauðbrúnt og lifandi, án þess að ráða ferð sinni. í morg- un hafði hún gengið frá Jóni blinda og fortíð sinni, í kvöld var hún líklega aftur á leið til þess sama, núna eftir að hafa hafnað æðra lífi undir handleiðslu prestsins. Reyndar enga handleiðslu að finna hjá séra Oddi, ekkert öryggi, það hafði hún sannfærst um, en ef til vill æðra líf, það gat meira en skeð, að minnsta kosti nýtt líf: líf í ofvæni, þar sem gatan manns liggur uin hamrabrún °g hengiflug fyrir neðan. Burt frá því! Hún var ekki á hnotskógi eftir slíku - þurrum sprekum til þess að næra brímann í holdi sínu og blóði, heldur hinu, sem grær ofar og í annarri sól: urt sálarinnar, sem er kynlaus og hefur krónu jafnhvíta og nýfallinn snjó, og ilmar dauft. En núna kannski ekki lengur,
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116
Qupperneq 117
Qupperneq 118
Qupperneq 119
Qupperneq 120
Qupperneq 121
Qupperneq 122
Qupperneq 123
Qupperneq 124
Qupperneq 125
Qupperneq 126
Qupperneq 127
Qupperneq 128
Qupperneq 129
Qupperneq 130
Qupperneq 131
Qupperneq 132
Qupperneq 133
Qupperneq 134
Qupperneq 135
Qupperneq 136
Qupperneq 137
Qupperneq 138
Qupperneq 139
Qupperneq 140
Qupperneq 141
Qupperneq 142
Qupperneq 143
Qupperneq 144
Qupperneq 145
Qupperneq 146
Qupperneq 147
Qupperneq 148

x

Andvari

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.