Andvari

Volume

Andvari - 01.01.1990, Page 54

Andvari - 01.01.1990, Page 54
GILS GUÐMUNDSSON Jakob Jóh. Smári Aldarminning Öld er liðin frá fæðingu Jakobs Jóhannessonar Smára, merkilegs bók- menntamanns og góðs ljóðskálds. Hljótt hefur verið um nafn hans hin síðari ár og kvæðum hans lítt á loft haldið. Svo var einnig á aldarafmælinu, ef und- an er skilin dagskrá sú sem Ríkisútvarpið helgaði minningu hans. Hér verður þess ekki freistað að gera skáldskap Smára teljandi skil, en rakinn verður æviferill hans í stuttu máli, gerð grein fyrir helstu ritstörfum og að lokum birtar nokkrar persónulegar minningar. I Jakob Jóhannesson Smári fæddist 9.október 1889 á Sauðafelli í Miðdölum í Dalasýslu. Foreldrar hans voru Jóhannes L.L. Jóhannsson, lengst prestur á Kvennabrekku, og fyrri kona hans, Steinunn Jakobsdóttir prests Guð- mundssonar á Sauðafelli. Var Jakob Smári elstur sextán barna séra Jóhann- esar. Báðir afar Smára voru skáldmæltir, prestarnir Jakob á Sauðafelli og Jóhann Tómasson á Hesti. Þess má og geta að Guðrún, móðir séra Jakobs, var systir Vatnsenda-Rósu. Jakob Smári ólst upp hjá foreldrum sínum á Kvennabrekku til fimm ára aldurs. Pá var hann tekinn í fóstur af hjónunum Þorsteini Daðasyni og Katrínu Jónsdóttur á Þórólfsstöðum í Miðdölum. Fóstra sinn missti Jakob níu ára gamall. Katrín fóstra hans fór þá með hann að Sauðafelli til Björns Bjarnarsonar sýslumanns, merkilegs menningar- og bókmenntamanns, sem hafði á dvalarárum sínum í Kaupmannahöfn gefið út bókmenntatímaritið Heimdall. Snemma bar á góðum gáfum Jakobs og ákafri hneigð til bókar. Mun Björn sýslumaður hafa hvatt fóstru hans til að kosta hann til mennta. Hún var nokkrum efnum búin og ákvað að styðja piltinn á námsbrautinni. Kom hún honum til góðs kennara, séra Jóns Árnasonar í Otradal í Arnarfirði. Þar var Jakob í þrjú ár og lærði undir skóla.
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148

x

Andvari

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.