Andvari - 01.01.1990, Síða 54
GILS GUÐMUNDSSON
Jakob Jóh. Smári
Aldarminning
Öld er liðin frá fæðingu Jakobs Jóhannessonar Smára, merkilegs bók-
menntamanns og góðs ljóðskálds. Hljótt hefur verið um nafn hans hin síðari
ár og kvæðum hans lítt á loft haldið. Svo var einnig á aldarafmælinu, ef und-
an er skilin dagskrá sú sem Ríkisútvarpið helgaði minningu hans.
Hér verður þess ekki freistað að gera skáldskap Smára teljandi skil, en
rakinn verður æviferill hans í stuttu máli, gerð grein fyrir helstu ritstörfum og
að lokum birtar nokkrar persónulegar minningar.
I
Jakob Jóhannesson Smári fæddist 9.október 1889 á Sauðafelli í Miðdölum í
Dalasýslu. Foreldrar hans voru Jóhannes L.L. Jóhannsson, lengst prestur á
Kvennabrekku, og fyrri kona hans, Steinunn Jakobsdóttir prests Guð-
mundssonar á Sauðafelli. Var Jakob Smári elstur sextán barna séra Jóhann-
esar. Báðir afar Smára voru skáldmæltir, prestarnir Jakob á Sauðafelli og
Jóhann Tómasson á Hesti. Þess má og geta að Guðrún, móðir séra Jakobs,
var systir Vatnsenda-Rósu.
Jakob Smári ólst upp hjá foreldrum sínum á Kvennabrekku til fimm ára
aldurs. Pá var hann tekinn í fóstur af hjónunum Þorsteini Daðasyni og
Katrínu Jónsdóttur á Þórólfsstöðum í Miðdölum. Fóstra sinn missti Jakob
níu ára gamall. Katrín fóstra hans fór þá með hann að Sauðafelli til Björns
Bjarnarsonar sýslumanns, merkilegs menningar- og bókmenntamanns, sem
hafði á dvalarárum sínum í Kaupmannahöfn gefið út bókmenntatímaritið
Heimdall.
Snemma bar á góðum gáfum Jakobs og ákafri hneigð til bókar. Mun Björn
sýslumaður hafa hvatt fóstru hans til að kosta hann til mennta. Hún var
nokkrum efnum búin og ákvað að styðja piltinn á námsbrautinni. Kom hún
honum til góðs kennara, séra Jóns Árnasonar í Otradal í Arnarfirði. Þar var
Jakob í þrjú ár og lærði undir skóla.