Andvari

Volume

Andvari - 01.01.1990, Page 58

Andvari - 01.01.1990, Page 58
56 GILS GUÐMUNDSSON ANDVARI leikritið Dýrið með cLýrðarljómann. Fyrir Leikfélag Reykjavíkur þýddi hann alls tólf leikrit. Voru þar á meðal Fröken Júlía eftir Strindberg, Veislan á Sólhaugum eftir Ibsen, Einu sinni var eftir Drachmann og Hanna litla eftir Hauptmann. Oft var hann og fenginn til að þýða sönglagatexta: óperetturn- ar Bláa kápan, Nitouche, Leðurblakan og fleiri voru fluttar í þýðingu hans. Meðal merkustu þýðinga Jakobs má telja Bókina um veginn eftir Lao-tse, sem hann íslenskaði ásamt Yngva bróður sínum. III Ekki fer það á milli mála að merkasta framlag Jakobs Smára til íslenskra bókmennta eru kvæði hans. Hin bestu þeirra hafa tryggt honum varanlegan sess meðal góðskálda þessarar aldar. Alls birtust eftir Smára fjögur ljóðasöfn: Kaldavermsl, 1920, Handan storms og strauma, 1936, Undir sól að sjá, 1939 og Við djúpar lindir, 1957. Þýðing á ljóðaflokki eftir F. W. H. Myers, Pállpostuli, kom út 1918. - Önn- ur útgáfa af þremur fyrstu kvæðabókum Smára kom út í Ljóðasafni I-II, 1960, en III. bindi þess er Við djúpar lindir, prentunin frá 1957. Þegar í fyrstu kvæðabók Smára birtust flest þau einkenni sem mótuðu skáldskap hans, enda var hann orðinn þrítugur þegar hún kom út. Hann fer sínar eigin leiðir, þar gætir furðu lítilla áhrifa frá eldri skáldum íslenskum. Einn hljómmesti strengur kvæðanna er djúpstæð ást á náttúrunni, einkum þar sem samræmi ríkir, kyrrð og friður. Dulhneigð og trúarlega alvöru er þar víða að finna. Þegar best lætur, nýtur sín til hlítar sá hæfileiki skáldsins að geta klætt hugsanir sínar í samræmdan ljóðrænan búning í kliðmjúku máli og brag. Árið 1924 kom í Eimreiðinni grein eftir Jakob Smára sem hann nefndi „Hvernig ferðu að yrkja?“, endurprentuð í Ofar dagsins önn. Þar er vinnu- brögðum hans við ljóðagerð lýst með glöggum hætti. í skóla kvaðst hann hafa verið „hinn mesti klaufi, svo að orð var á gert, þegar yrkja skyldi vísu.“ Það var fyrst á Bessastöðum, veturinn áður en hann varð stúdent sem hann fékk áhuga á að lesa skáldskap, en datt þá ekki í hug að reyna að yrkja sjálf- ur. Smári segir þannig frá: Um vorið tók ég stúdentspróf og skrapp að því loknu vestur í Dali. f þeirri ferð byrjaði ég að yrkja, og ég man alveg hvernig það atvikaðist. Þegar ég kom í Búðardal var orðið næsta áliðið kvölds, og lagði ég af stað þaðan í fylgd með nokkrum Dalamönnum. Er mér enn minnisstætt að ég var á leiðinni að rífast við ónefndan bónda vestur þar út úr pólitík; hann var með „Uppkastinu" sæla (þetta var 1908), en ég á móti. En þegar við komum á Sauraleiti og Suðurdal-
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148

x

Andvari

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.