Andvari - 01.01.1990, Blaðsíða 58
56
GILS GUÐMUNDSSON
ANDVARI
leikritið Dýrið með cLýrðarljómann. Fyrir Leikfélag Reykjavíkur þýddi hann
alls tólf leikrit. Voru þar á meðal Fröken Júlía eftir Strindberg, Veislan á
Sólhaugum eftir Ibsen, Einu sinni var eftir Drachmann og Hanna litla eftir
Hauptmann. Oft var hann og fenginn til að þýða sönglagatexta: óperetturn-
ar Bláa kápan, Nitouche, Leðurblakan og fleiri voru fluttar í þýðingu hans.
Meðal merkustu þýðinga Jakobs má telja Bókina um veginn eftir Lao-tse,
sem hann íslenskaði ásamt Yngva bróður sínum.
III
Ekki fer það á milli mála að merkasta framlag Jakobs Smára til íslenskra
bókmennta eru kvæði hans. Hin bestu þeirra hafa tryggt honum varanlegan
sess meðal góðskálda þessarar aldar.
Alls birtust eftir Smára fjögur ljóðasöfn: Kaldavermsl, 1920, Handan
storms og strauma, 1936, Undir sól að sjá, 1939 og Við djúpar lindir, 1957.
Þýðing á ljóðaflokki eftir F. W. H. Myers, Pállpostuli, kom út 1918. - Önn-
ur útgáfa af þremur fyrstu kvæðabókum Smára kom út í Ljóðasafni I-II,
1960, en III. bindi þess er Við djúpar lindir, prentunin frá 1957.
Þegar í fyrstu kvæðabók Smára birtust flest þau einkenni sem mótuðu
skáldskap hans, enda var hann orðinn þrítugur þegar hún kom út. Hann fer
sínar eigin leiðir, þar gætir furðu lítilla áhrifa frá eldri skáldum íslenskum.
Einn hljómmesti strengur kvæðanna er djúpstæð ást á náttúrunni, einkum
þar sem samræmi ríkir, kyrrð og friður. Dulhneigð og trúarlega alvöru er þar
víða að finna. Þegar best lætur, nýtur sín til hlítar sá hæfileiki skáldsins að
geta klætt hugsanir sínar í samræmdan ljóðrænan búning í kliðmjúku máli og
brag.
Árið 1924 kom í Eimreiðinni grein eftir Jakob Smára sem hann nefndi
„Hvernig ferðu að yrkja?“, endurprentuð í Ofar dagsins önn. Þar er vinnu-
brögðum hans við ljóðagerð lýst með glöggum hætti. í skóla kvaðst hann
hafa verið „hinn mesti klaufi, svo að orð var á gert, þegar yrkja skyldi vísu.“
Það var fyrst á Bessastöðum, veturinn áður en hann varð stúdent sem hann
fékk áhuga á að lesa skáldskap, en datt þá ekki í hug að reyna að yrkja sjálf-
ur. Smári segir þannig frá:
Um vorið tók ég stúdentspróf og skrapp að því loknu vestur í Dali. f þeirri ferð
byrjaði ég að yrkja, og ég man alveg hvernig það atvikaðist. Þegar ég kom í
Búðardal var orðið næsta áliðið kvölds, og lagði ég af stað þaðan í fylgd með
nokkrum Dalamönnum. Er mér enn minnisstætt að ég var á leiðinni að rífast
við ónefndan bónda vestur þar út úr pólitík; hann var með „Uppkastinu" sæla
(þetta var 1908), en ég á móti. En þegar við komum á Sauraleiti og Suðurdal-