Andvari

Volume

Andvari - 01.01.1990, Page 65

Andvari - 01.01.1990, Page 65
andvari „EIN ÁSJÓNA VERÐUR AÐ MÖRGUM" 63 sjaldan nema smábrot, skyndimyndir á stangli“ (bls. 109). Þessi orð eiga einnig við um frásagnaraðferðina í skáldsögunum tveimur, Þel og Hringsól. Þær byggjast báðar á minningum. í Þel er það karlmaður sem segir söguna, hann hittir æskuvin sinn, Einar, sem dvalið hefur langdvölum erlendis, þeir fara að segja hvor öðrum það sem á daga þeirra hefur drifið. Frásögnin er þó langt frá því að vera hefð- bundin. Hún hefst á jarðarför Einars. Síðan taka við minningar, minningar sögumanns og minningar Einars til skiptis. En minningar Einars eru ekki endursagðar af vörum sögumanns og þær eru ekki heldur lagðar Einari sjálf- um í munn, þær lifna við í textanum, birtast þar sennilega eins og sögumaður hefur skynjað það sem Einar var að segja honum. Sagan gerist öll í vitund hans. Hins vegar er skynjun hans ekki svo takmörkuð að reynsla annarra persóna sögunnar komist ekki til skila. Önnur helsta kvenpersóna sögunnar er Una. Hún var kærasta Einars áður en hann fór til útlanda en giftist síðar sögumanni. Þegar sagan gerist er hún farin frá honum. Una er kona sem hefur ekki haft nein tök á að móta líf sitt sjálf, hún er dæmigerður þolandi og það er því vel við hæfi að hún birtist í sögunni í vitund annarra, eins og aðrir hafa skynjað hana. En stundum er eins og textinn taki völdin af sögumanni. Þannig er eins og frásögn sem byrjar í munni sögumanns verði ósjálfrátt frá- sögn Unu: „Una var farin að vinna í búð löngu áður en við Einar kynntumst henni . . .“ en skömmu síðar segir um forstöðukonuna í bakaríinu þar sem Una vinnur: „Alltaf var hún að skipta sér af manni“ (bls. 145). Þannig verð- ur reynsla Unu ekkert aukaatriði heldur kemur skýrt fram í sögunni. í Hringsól er það hins vegar kona sem segir söguna eða öllu heldur er það hún sem lítur til baka yfir liðna ævi. Hún rekur ekki minningar sínar, þær koma, ein af annarri, óskipulega að því er virðist í fyrstu en mynda að lokum eina heild, eina mannsævi. Þegar upprifjunin hefst er konan orðin gömul ekkja sem býr ein í stóru húsi. Þetta tímasvið sögunnar er þó alls ekki rammi hennar, það er frekar eins og þráður sem er lætt þar inn í. Meginefni sögunn- ar er hins vegar minningarnar sem eru frá ýmsum skeiðum ævinnar. í nútíma sögunnar talar konan alltaf í fyrstu persónu en þegar rifjuð eru upp liðin at- vik er yfirleitt sagt frá í þriðju persónu, þó er þetta ekki einhlítt, fyrir kemur að sagt er frá liðnu atviki í fyrstu persónu, t.d. þessari minningu um móður telpunnar/konunnar: „konan breiðir út faðminn, um úlnliðina púffaðar erm- ar og lyftir mér upp, ég legg höfuðið við kinn. Um mig ylur. Hann fann ég sjaldan aftur“ (bls. 50). Einstaka sinnum kemur fyrir að talað er í annarri persónu, það er þegar konan ávarpar þann sem er að hlusta á hana, það er Daníel, eiginmaður hennar sem hefur vitjað hennar framliðinn og knýr hana til uppgjörs. Daníel kemur að sjálfsögðu mjög við sögu í minningum kon- unnar en hans eigin minningar eru líka stór þáttur í sögunni, það eru minn- mgar frá þeim hluta ævi hans þegar hann var í Þýskalandi á stríðsárunum.
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148

x

Andvari

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.