Andvari

Volume

Andvari - 01.01.1990, Page 71

Andvari - 01.01.1990, Page 71
ANDVARI „EIN ÁSJÓNA VERÐUR AÐ MÖRGUM" 69 spurningin um viðbrögð þess sem beittur er ranglæti og ofbeldi, viðbrögð þolandans. V Söguþráðurinn í Pel minnir að nokkru leyti á Laxdælu. Par er greint frá tveimur ungum mönnum sem eru bestu vinir. Þeir kynnast báðir ungri og glæsilegri stúlku og ástir takast með öðrum þeirra og stúlkunni. En unga manninum er ekki nóg að hafa hreppt ástir stúlkunnar, hann vill sigla og sjá sig um í heiminum. Hann fer og þegar hann kemur aftur er stúlkan gift besta vini hans. En lengra nær samanburðurinn ekki. Una á fátt sameiginlegt með Guðrúnu Ósvífursdóttur. Hún er fátæk, ómenntuð, vinnur í bakaríi og á í raun ekki um margt að velja í lífinu. Hún er kynnt til sögunnar eins og Einar og sögumaður sáu hana þegar þeir kynntust henni fyrst, þegar hún var „ímynd fegurðarinnar“. Um leið sjáum við hana eins og hún er orðin í hjóna- bandinu með sögumanni, alltof feit, barnlaus, stöðugt á geðlyfjum enda „biluð á taugum“. Hún virðist í fyrstu vera algjör þolandi og sagan fjallar að miklu leyti um sekt Einars og sögumanns gagnvart henni. En smám saman kemur í ljós hvað hún á sjálf mikinn þátt í því að eyðileggja hjónaband sitt og sögumanns. Hann á ríka foreldra, föður sem hefur aldrei haft neinn áhuga á því hvað sonur hans vildi taka sér fyrir hendur, hann vildi aðeins fá hann til að vinna fyrir sig í fyrirtækinu og Unu sýna þau í raun aldrei annað en lítils- virðingu. Loks kemur að því að sögumaður fer að heiman og hefur búskap með Unu í fátækt á heimili móður hennar. Það er í rauninni eina tímabilið á ævi hans sem hann getur um frjálst höfuð strokið. Fyrr en varir hefur faðir hans náð að sannfæra Unu um vilja þeirra foreldranna til sátta og löngun þeirra til að hjálpa ungu hjónunum að byggja og fá soninn í fyrirtækið. Sögu- maður á í raun ekki um neitt að velja, hann er eins og bráð sem búið er að leiða í gildru og örvænting hans er algjör: „Ég sleppi takinu, stari á hana. Hef ekki stjórn á röddinni. Þú ert búin að eyðileggja allt“ (bls. 161). Þannig eru tengsl geranda og þolanda langt frá því að vera einföld. Þegar sagan gerist, kemur greinilega fram að sögumaður er gjörsamlega fastur í neti föður síns: >,Mig langaði til að kaupa mér litla íbúð, en það yrði kannski erfitt vegna þess að ég var stórskuldugur. Skuldaði meðal annars föður mínum sem ekki mátti heyra á það minnst að húsið yrði selt. Tóm vitleysa, fannst mér, að reyna að halda í það. En seldi ég húsið yrði ég að hætta að vinna hjá honum. Hvernig átti ég að losna?“ (bls. 44). Einar er í upphafi sögu dæmigerður uppskafningur, sítalandi um skáld- söguna stórkostlegu sem hann ætlar að skrifa, fullur af hroka gagnvart öðru fólki. Móðir hans hefur dekrað við hann frá því hann var barn og hann heldur
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148

x

Andvari

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.