Andvari

Árgangur

Andvari - 01.01.1990, Síða 76

Andvari - 01.01.1990, Síða 76
74 MARGRÉT EGGERTSDÓTTIR ANDVARI á“ (bls. 117). Orðin svona gömul og þreytt er hún sífellt að nöldra um að húsið sé orðið fúið og þarfnist viðgerðar. Þannig líkist húsið henni, enda er það táknrænt fyrir hlutskipti hennar í lífinu. Það er um leið almennt tákn fyrir hlutskipti kvenna í samfélaginu, þær skorður sem þeim hafa löngum verið settar, veggina sem þær reka sig á. í því ljósi er athyglisvert hvernig húsið nær tökum á henni, hvernig hún verður samgróin því. Gulmaðran er blóm sem tengist æskuminningum Boggu: „Ilmur gulmöðr- unnar eftir regnskúr vekur upp liðnar kenndir og minningu um brekku ofan við húsið í þorpinu heima . . .“ (bls. 103). Önnur blóm „hafa lit ellinnar. Öðru máli gegnir um gulmöðruna. Opnar heim sem er löngu horfinn. — Heimurinn sem gulmaðran opnar rúmar svo enn aðra heima og eru hver inni í öðrum líkt og kassar“ (bls. 167). Gulmaðran er táknræn fyrir leit hennar að sjálfri sér: „Eftir regnskúr angar gulmaðran, ilmur hennar sterkur, vekur upp minningu — Hvað varð af stelpunni Ellu? Dó hún innan í mér eins og margt annað? Ekki veit ég hvenær það gerðist. Á þilfari skips og pabbi búinn að kveðja og stóð veifandi á bryggju? Eegar ég hljóp út úr húsi á vit óvissunn- ar og á eftir mér skall hurð? Dó kannski ekki fyrr en Knútur fór? Snerti með gómunum þetta fíngerða blóm svona bjart á litinn og ilmur þess fagnandi; stendur í moldinni föstum rótum“ (bls. 235). Meðan sagan er sögð, kemst konan út úr húsinu og finnur aftur ilm gul- möðrunnar og nær að lokum fundi „konu sem býr í þokunni“. Hún er í senn tákn lífs og dauða, hjá henni lokast hringurinn. Og þarna í dauðanum finnur hún þrátt fyrir allt þá fegurð sem var horfin og þá hlýju sem hún hafði misst: „Við hálsinn á mér gola. Vísast andardráttur og til mín kemur rödd sem eitt sinn var mér kær“ (bls. 310). Ef til vill hefur sjálf framvinda sögunnar — eða einfaldlega það að tala og rifja upp — leitt í ljós að þrátt fyrir allt tókst henni innst inni að viðhalda „neista sem ekki mátti slokkna“ (bls. 299), minning- unni um ósegjanlega hlýju sem hún finnur að lokum aftur. En jafnvel í lok sögunnar er óvissan ekki horfin: „Skyldi Daníel bíða handan árinnar og heimta mig til sín?“ (bls. 310). Sú aðferð Álfrúnar hefur þegar verið nefnd í þessari grein að láta minningarnar verða skýrari, áleitn- ari og óþægilegri eftir því sem Iíður á söguna. í lok skáldsögunnar Þel ryðjast fram af krafti minningar sem áður hefur oft verið ýjað að, þær birtast allt í einu í nekt sinni, fullar af sársauka. Sama á við um Hringsól. Það er ekki fyrr en í lokin sem greint er í smáatriðum frá því þegar Bogga fer með son sinn til Dísu sem átti að gæta hans um nóttina og þegar presturinn kemur til hennar í vinnuna og tilkynnir henni lát drengsins. Þess vegna er síðasta minning Boggu verð umhugsunar. Hún er frá þeim tíma þegar hún er nýbúin að kynnast Knúti, þetta er fyrsta maí og hún ákveður að laumast niður í bæ í þeirri von að rekast á hann - það hefði verið í samræmi við pólitískar skoðan- ir hans - til þess að sýna honum „á einhvern hátt að hún væri ekki sú sem
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134
Síða 135
Síða 136
Síða 137
Síða 138
Síða 139
Síða 140
Síða 141
Síða 142
Síða 143
Síða 144
Síða 145
Síða 146
Síða 147
Síða 148

x

Andvari

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.