Andvari - 01.01.1990, Side 81
ANDVARI
GLÍMT VIÐ SHAKESPEARE
79
samdi leikrit sín sem leikari og til brúks á leiksviði og fyrir götulýðinn í Lund-
únum, væri nokkru óheflaðra og beinskeyttara.
Letta mun eflaust hafa valdið málaleitan Alþýðuleikhússins til Sverris
Hólmarssonar um að gera nýja þýðingu á Macbeth, til nokkurrar furðu
þeim sem voru farnir að líta á Helga sem hinn eina og sanna
Shakespearesþýðanda íslendinga, og kann einhverjum að hafa orðið hugsað
til forngríska guðsins Krónosar sem vart hafði fyrr steypt föður sínum Uran-
osi himinguði af stóli en hans eigin sonur, vart úr grasi vaxinn, lætur hann
sæta svipuðum örlögum. Og sé þýðingu Sverris stefnt til höfuðs þeirri klass-
ísku upphafningu og ljóðrænu kliðmýkt sem einkennir orðfæri Helga, þá má
segja að honum hafi tekist bærilega að því leyti. Það gerir auðvitað ýmsum
auðveldara fyrir, jafnt leikurunum sem geta einbeitt sér að svipbrigðum og
hreyfingum án þess að hrynjandi bundins máls vefjist fyrir þeim, sem og
áhorfendum sem geta fylgst með hröðum gangi leiksins og sviptingum sviðs-
ins og ýmsu öðru sem að leikstjórn lýtur án þess að áleitin orð hljómi alltof
lengi þeim í eyrum.
En nú er hins vegar þessi þýðing komin út á bók og verður því að dæmast
sem bókmenntalegur texti þar sem orðin hafa ekki það meginhlutverk að
fylgja sýnilegum athöfnum eins og skjátexti sjónvarpsmynd eða eru mælt
fram í flýti meðan áhorfandi getur glatt augað við ófrýnilegar nornir, aftur-
göngur og illvirkja, blóðuga hnífa, skoppandi höfuð eða skóg sem hreyfist.
Þau þurfa að standa fyrir sínu sem þéttriðinn texti, hlaðinn myndmáli og
meitluðum spakyrðum, og framar öllu að geta miðlað okkur hugarástandi
aðalpersónunnar Macbeths á ýmsum stigum morðferils hans, allt frá því að
hann er gefinn í skyn sem möguleiki í líki nornanna í upphafi leiksins. Þessar
nornir þurfa því ekki einungis að vera geigvænlegar útlits heldur og í tali,
enda villa þær síður en svo á sér heimildir:
Ljótt er fagurt, fagurt ljótt,
flögrum í sudda, þoku og nótt.
segja þær í þýðingu Matthíasar. Þýðing Sverris á sömu línum:
Ljótt er fallegt, fallegt ljótt,
fljúgum gegnum þokuslungna nótt.
hefur talsvert annan blæ og sundurleitari, þar sem orðið „fallegt“ er hvers-
dagslegt málfar en „þokuslungna nótt“ ber meiri bókmenntakeim og það
rómantískari en við hefðum búist við af nornum uppi á reginheiði. Á línun-
um sem á eftir koma má ekki einungis marka tilhneigingu þýðandans til að
nota hversdagslegt nútímamál heldur og það frelsi sem hann tekur sér í sam-
bandi við hrynjandi og stuðlasetningu, þótt textanum sé skipt niður í línur í
stakhendustíl: