Andvari

Volume

Andvari - 01.01.1990, Page 88

Andvari - 01.01.1990, Page 88
86 JÓNAS KRISTJÁNSSON ANDVARI að geta að prófessorinn í íslenskum fornbókmenntum við Háskóla íslands, Bjarni Guðnason, hefur flutt nokkra fyrirlestra þar sem hann setur fram nýstárlegar kenningar sem meðal annars varða aldur sagnanna. Hann hefur að vísu ekki enn birt niðurstöður sínar á prenti, en það þykist ég muna að hann telji að Heiðarvígasaga sé yngri en Laxdælasaga og ekki rituð fyrr en á síðara hluta 13. aldar, og að Bjarnarsaga Hítdælakappa sé ekki rituð fyrr en um eða laust fyrir 1300. En báðar þessar sögur hafa lengi verið taldar meðal allra elstu íslendingasagna, ritaðar um 1200 eða í upphafi 13. aldar. Mér þykir tímabært og ómaksins vert að birta fyrir löndum mínum nokkuð af því sem ég hef áður flutt erlendis. Jafnframt hef ég aukið nokkru við, samkvæmt athugunum sem ég hef síðar gert og nýjum hugmyndum sem að mér hafa sótt. Það vil ég taka skýrt fram að ég legg að jafnaði ekki kapp á að brjóta niður gömul hof og hörga. Ég trúi fremur á hitt að með því að leggja stein við stein, hægt og gætilega, megi okkur takast að þoka fræðum og vísindum áfram í rétta átt. Það tjáir lítt að ætla sér að höndla nýjan sannleika í einu svipleiftri, með nokkurskonar „heilags anda íblæstri". Getgátur og órar verða að jafn- aði aðeins til þess að tefja framförina, hindra það að rétt niðurstaða komi í ljós. En ef hver fræðimaðurinn af öðrum byggir umhugsunarlaust á gamalli niðurstöðu, getur það einnig orðið til að rengja öll sannindi - svo fremi að hin gamla niðurstaða sé nú röng eftir allt saman. Og ef þörf er að endurskoða tímasetningu íslendingasagna, sem í megindráttum hefur staðið óhögguð um langt skeið, þá er ekki eftir neinu að bíða. II í formála Egilssögu, sem kom út fyrst sagna í 2. bindi ritsafnsins íslenskra fornrita 1933, segir Sigurður Nordal meðal annars þar sem hann ræðir um aldur sögunnar (bls. lv-lvi): „F>að mætti nú halda að ekki skipti miklu máli hvort saga væri rituð nokkrum áratugum eða jafnvel einni öld fyrr eða síðar. En því fer fjarri. Tímatal er uppistaða allrar sögu, bókmenntasögu eigi síður en atburðasögu. Því að eins getum vér skilið samhengi verka og rás viðburða að vér getum skipað þeim í rétta tímaröð. ... Ef saga íslenskrar sagnaritunar á að verða annað og meira en góð bókaskrá, verður að gera grein fyrir því hvernig ein saga býr undir og hefur áhrif á aðra, og hvernig sögurnar greina ekki einung- is frá fornum viðburðum heldur spegla að einhverju leyti samtíð höfundarins og menntun. En til alls þessa er þörf rækilegrar rannsóknar á aldri hinna rituðu sagna, bæði í hverja tímaröð á að setja þær sín ámilli ognærri hverjum
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148

x

Andvari

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.