Andvari

Årgang

Andvari - 01.01.1990, Side 89

Andvari - 01.01.1990, Side 89
andvari VAR SNORRI STURLUSON UPPHAFSMAÐUR ÍSLENDINGASAGNA? 87 tíma þær eru saman settar. Þó að full vissa fáist aldrei um hvert einstakt at- riði, má vafalaust komast nær réttum sanni en hingað til hefur verið gert.“ Eftirmaður Sigurðar Nordals á kennarastóli við Háskóla íslands, Einar Ól. Sveinsson, skildi einnig glögglega hve mikilvægt það er að þekkja réttan aldur sagnanna, og hann samdi um það efni dálitla bók sem fyrst kom út á ensku (Dating the Icelandic Sagas, 1958) en síðar í aukinni gerð á íslensku með heitinu Ritunartími íslendingasagna (1965). í bókinni fjallar Einar Ólafur ekki með ákveðnum orðum um aldur einstakra sagna, heldur einkum um þær aðferðir sem beita megi við aldursgreiningu þeirra, enda segir undir- titill bókarinnar til um það: Rök og rannsóknaraðferð. Ég hef sem vænta má haft margvíslegt gagn af bók Einars Ólafs við athuganir mínar á aldri sagn- anna, en ekki mun ég kalla hann til ábyrgðar fyrir það sem ég ber hér fram. Einar Ólafur nefnir bók sína Ritunartíma íslendingasagna - ekki til dæmis Aldur íslendingasagna eða eitthvað á þá leið. Með þessu vill hann sýnilega taka af tvímæli um það að hann eigi við hinar rituðu sögur en ekki þær munn- mælasagnir sem kunna að liggja þeim til grundvallar. En hann er engan veg- inn að afneita arfsögnunum. Á vorum dögum er viðhorf manna til íslendingasagnanna ærið breytilegt, eins og vænta má þegar um er að ræða svo margslungnar og þó torráðnar bókmenntir. Sumir nota sögurnar sem heimildir um atburði og mannlíf á 10. og 11. öld, á „söguöldinni“ sem svo er nefnd. Þetta sjónarmið var allsráðandi fyrr á tímum og lifir enn að nokkru, þótt trúin hafi linast. Aðrir vilja fremur skoða sögurnar sem endurspeglun ritunartímans, íslensks þjóðfélags á 13. og 14. öld. Sumir meta þær sem eingetið afkvæmi evrópskrar miðaldamenn- ingar, telja jafnvel að þessi eða hin sagan sé gerð til að flytja ákveðin kristi- leg siðaboð. Fleiri eru þó þeir sem lesa út úr sögunum boðskap varðandi íslenskt stjórnarfar eða réttarfar á þeim tíma er þær voru ritaðar. Og loks eru þeir sem eingöngu meta sögurnar sem bókmenntaleg listaverk, en láta sig litlu varða munnmælasagnir, sannfræði eða þjóðfélagslegan boðskap. En það má einu gilda hvert sjónarmiðið menn hafa: Öllum er nauðsyn að vita svona nokkurn veginn hvenær umrædd saga hefur verið samin, ella eiga þeir á hættu að rannsókn þeirra verði byggð á sandi. En viðfangsefnið er að sama skapi torleyst sem það er mikilvægt. Engin stoð er í tímatali þeirra atburða sem frá er sagt, því að þeir eru allir löngu liðnir þegar sögurnar eru ritaðar. Enginn söguhöfundur er kunnur með vissu. Handritin eru að jafnaði miklu yngri en sögurnar sjálfar og aldur þeirra þar á ofan óvís. Sögutextar eru breyttir á ýmsa lund frá upphaflegri gerð og oft óheilir í handritum. Þegar fræðimenn eru að reyna að greina ald- ur sagnanna, til dæmis í formálunum í íslenskum fornritum, má gjörla sjá hvernig þeir bæta einu hálmstráinu við annað uns komin er dálítil festi sem aldrei verður sterk af því að stráin eru svo veik.
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146
Side 147
Side 148

x

Andvari

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.