Andvari

Árgangur

Andvari - 01.01.1990, Síða 90

Andvari - 01.01.1990, Síða 90
88 JÓNAS KRISTJÁNSSON ANDVARI Með þessum þreifingi hefur þó smám saman orðið til nokkuð fastmótað tímatal varðandi aldur eða ritunartíma íslendingasagna. Aldur einstakra sagna hefur verið ákvarðaður, og sé litið á heildina raðast þær yfir hér um bil tveggja alda skeið frá lokum 12. aldar eða frá því um 1200 og fram undir lok 14. aldar. Þótt einstakar sögur hafi verið ofurlítið á kreiki, hafa flestar verið mjög svo kyrrstæðar, og kerfið hefur fengið blessun nokkurra kynslóða. Fræðimenn sem ekki eru beinlínis að hyggja að aldrinum heldur að fjalla um sögurnar frá öðrum sjónarhornum, taka hina viðurkenndu tímasetningu gilda án umhugsunar. Rétt er að hyggja fyrst að því hvernig þessi tímasetn- ing hefur orðið til. III Einhverja fyrstu tilraun til að ákvarða ritunartíma íslendingasagna gerði Daninn P.E. Miiller í 1. bindi af ritsafninu Sagabibliothek, sem út kom 1817. Mjög hafa nú hugmyndir manna um aldur sagnanna breyst frá þeim dögum; til að mynda telur Miiller Njálu og Gunnlaugssögu til hinna allra elstu sagna og séu þær ritaðar í byrjun 12. aldar, enda sé Gunnlaugssaga eftir Ara fróða svo sem lesa megi í gamalli skinnbók. Nú eru báðar þessar sögur taldar ritað- ar nær tvö hundruð árum síðar eða undir lok 13. aldar. Á síðustu öld og nokkuð fram á þessa var mikils ráðandi hin svonefnda sagnfestukenning, en samkvæmt henni höfðu sögurnar gengið fastmótaðar í munnmælum og síðan verið skráðar orðrétt af vörum sagnamanna. Þessi kenning var upphaflega fundin upp af Norðmönnum um miðja 19. öld til að koma í veg fyrir að íslendingar, sem þá voru að rísa á legginn, gætu helgað sér sögur Noregskonunga. Samkvæmt kenningunni áttu þessar sögur að vera aðeins orðréttar uppskriftir norskra munnmælasagna sem borist hefðu til ís- lands. En aðrir norskir fræðimenn sem síðar komu til skjala voru svo drengi- legir að sýna fram á hvernig yngri konungasögur, til að mynda Heims- kringla, hefðu þróast frá eldri rituðum sögum sem enn eru til. Þá gátu yngri sögurnar vitanlega ekki verið orðréttar uppskriftir munnmælasagna, og kenningin yfirgaf hið sökkvandi skip konungasagna og fluttist yfir á fslend- ingasögur, eins og Sigurður Nordal komst að orði. Um þróun íslendinga- sagna varð minna vitað með fullri vissu, og því gat hugarflug fræðimanna þar fengið lausara taum. En nú hefur sagnfestukenningin einnig verið hrakin frá íslendingasögunum og mun víst eiga sér formælendur fáa. Meðal annars sýnir sú reynsla sem fengist hefur á síðustu áratugum við söfnun og rann- sóknir þjóðsagna, í fyrsta lagi það að sagnir ganga aldrei orðrétt í munnmæl- um og í annnan stað að þær hafa ekki verið teknar orðrétt upp eftir sagna- mönnum fyrr en með nýju vísindaviðhorfi og nýrri tækni á 20. öldinni.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134
Síða 135
Síða 136
Síða 137
Síða 138
Síða 139
Síða 140
Síða 141
Síða 142
Síða 143
Síða 144
Síða 145
Síða 146
Síða 147
Síða 148

x

Andvari

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.