Andvari

Volume

Andvari - 01.01.1990, Page 93

Andvari - 01.01.1990, Page 93
ANDVARI VAR SNORRI STURLUSON UPPHAFSMAÐUR ÍSLENDINGASAGNA? 91 fornsögur. í þessu riti er fjallað um sögurnar í þeirri aldursröð sem Sigurður Nordal taldi líklegasta. Nordal hafði áður bent á það í háskólafyrirlestrum sínum hve sú aðferð væri ófullkomin að fjalla um sögurnar af handahófi eftir landshlutum. „Munurinn á bókmenntasögum Finns Jónssonar og Jóns Helgasonar er sá,“ sagði hann, „að Finnur fer réttsælis í kringum landið en Jón rangsælis.“ En þegar Jan de Vries gerði úr garði 2. útgáfu bókmenntasögu sinnar, treystist hann þó ekki til að fylgja aðferð Nordals, „sem er að vísu sennilegust þessa stundina, en virðist þó aðeins til bráðabirgða,“ eins og hann kemst að orði. Jan de Vries bendir á að sumar sögur séu aðeins varðveittar heilar í ungum gerðum, enda þótt smábrot sýni að þær hafi áður verið til í eldri mynd. Hitt þykir honum þó lakara að einkenni sagnalistarinnar, sem hann telur breyti- lega eftir landsfjórðungum, komi ekki fram ef um sögurnar sé fjallað í tíma- röð. Því fylgir hann hinni gömlu aðferð og flokkar sögurnar eftir landsfjórð- ungum, og fer sólarsinnis kringum landið eins og Finnur Jónsson. En innan hvers fjórðungs hefur hann aldursröð Sigurðar Nordals sem leiðarljós og fylgir henni að mestu leyti. Sigurður Nordal skiptir sögunum í fimm flokka, og raðast þær á tímann frá því um 1200 og fram á síðara hluta 14. aldar. Síðastar telur hann Bárðarsögu Snæfellsáss og Króka-Refssögu og segir um þær: „Þessar tvær sögur eru yngstu íslendingasögur, sem vert er að geta um.“ Ég hef leikið mér að því að raða sögunum einnig í flokka samkvæmt tíma- setningu Björns M. Ólsens líkt og Sigurður Nordal gerir, og kemur þá í ljós að þótt aldursákvörðun þeirra sé samhljóða í megindráttum, þá skeikar all- miklu um einstakar sögur. Mismunurinn er einkum sprottinn af ólíkum skilningi á sambandi sagnanna við Landnámabók. Landnáma er, sem kunn- ugt er, varðveitt heil í tveimur fornum gerðum eftir lögmennina Sturlu Þórð- arson og Hauk Erlendsson. Haukur kveðst fara eftir Sturlubók. og einnig eft- ir Landnámu Styrmis fróða sem er glötuð. í Sturlubók og Hauksbók eru endursagnir úr nokkrum íslendingasögum, meðal annars úr Eyrbyggju, Vatnsdælu og Eglu. Og áður var talið að einnig væri farið eftir Landnámu í Hænsa-Þórissögu; en ég hef á öðrum stað leitt líkur að því að þessu sé öfugt farið og sé það sagan sem styðst við Landnámu. Björn er haldinn þeirri ein- kennilegu meinloku að efni úr þessum fjórum sögum hafi hlotið að vera í sameiginlegu frumriti eða forriti Hauksbókar og Sturlubókar, sem gert hefði verið um 1230, og samkvæmt því telur hann að sögurnar séu ekki yngri en frá árunum 1220-1230 (Egilssögu telur hann raunar gamla einnig af öðrum ástæðum). En úr því að'Haukur fer aðallega eftir Sturlubók þá er vitanlega nóg að gera ráð fyrir að Sturla hafi sjálfur gert þessar endursagnir og Haukur fengið þær frá honum, og þetta mun nú vera einróma skoðun allra fræði- manna. Þá vitum vér það eitt að þessar sögur eru eldri en Sturlubók Land-
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148

x

Andvari

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.