Andvari

Årgang

Andvari - 01.01.1990, Side 99

Andvari - 01.01.1990, Side 99
andvari VAR SNORRI STURLUSON UPPHAFSMAÐUR ÍSLENDINGASAGNA? 97 (2) Samtíðarsögur fara á undan fortíðarsögum. Samkvæmt þessu ættu elstu íslendingasögur að vera yngri en elstu sögurn- ar í Sturlungu, en þær eru ekki ritaðar fyrr en eftir 1220, að mati fróðra manna. Og vert er að hnykkja á því að um ritun íslendingasagna fyrir þann tíma vitum við ekkert með vissu. Konungasögur og íslendingasögur eru náskyldar bókmenntagreinar, svo sem alkunnugt er, og íslendingaþættirnir í konungasögunum mynda brú yfir til lengri íslendingasagna. Konungasögur fjalla í samfellu um alla konunga frá Ynglingum til Magnúsar lagabætis, en hinsvegar verður nær hundrað ára eyða í sögum frá íslandi milli fortíðarsagna og samtíðarsagna, milli atburða íslendingasagna og Sturlungasagna, sem sé frá fyrra hluta 11. aldar fram á 12. öld. Gamla skýringin á þessu sagnaleysi var sú að þá hefði verið svo góð- ur friður í landinu að engin söguefni hefðu orðið til, og samkvæmt því var tímabilið milli sögualdar og Sturlungaaldar kallab friðaröld. Þetta var þakk- að hollum áhrifum kristni og kirkju. Nú efast menn mjög um þessa gömlu skýringu þótt önnur fullnægjandi hafi ekki fundist í hennar stað. En vissu- lega bendir þetta sagnaleysi frá löngu tímabili til þess að íslendingasögur hafi komið upp sem sérstök bókmenntagrein, skýrt greind frá samtíðarsög- um, og hafi þær ekki þolað birtu of mikillar nálægðar við atburðina. Sérkenni íslendingasagna, miðað við samtíðarsögur, staðfesta þetta einnig greinilega. íslendingasögurnar eru miklu skáldlegri og ýktari. Sögugarparnir vega menn „drjúgum“ eins og Gunnar á Hlíðarenda, og eru vígaferlin í Sturlungu hið mesta hnoð í samanburði við það. Ljóst er að í íslendingasögum er verið að drýgja hinn þunna mjöð munnmælanna með ýmsum bókmenntalegum minnum sem endurtekin eru frá einni sögu til ann- arrar. Til að mynda eru knattleikar eða hestavíg einatt notuð til að hleypa af stað vígaferlum - og síðan er forlögunum kennt um allt saman, en af Sturl- ungu mætti ætla að forfeður vorir hefðu alls ekki trúað á forlögin, heldur öllu fremur á Guð hinn almáttuga. VII Nú skal leita að mótrökum, hyggja að því hvort nokkuð megi finna til marks um það að íslendingasögur séu svo gamlar sem talið hefur verið. Handrit veita stundum mikilvæga vitneskju um aldur íslenskra fornrita, en þó er sá hængur á að fá handrit frá fyrstu tímum verða tímasett nákvæm- lega> og getur oftast skeikað nokkrum áratugum. Skemmst er af því að segja að ekkert handrit eða handritsbrot er til eldra en frá miðri 13. öld, að talið er. Elst mun vera brot Egilssögu í Árnasafni, AM 162 A fol., auðkennt meðal
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146
Side 147
Side 148

x

Andvari

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.