Andvari - 01.01.1990, Blaðsíða 99
andvari
VAR SNORRI STURLUSON UPPHAFSMAÐUR ÍSLENDINGASAGNA?
97
(2) Samtíðarsögur fara á undan fortíðarsögum.
Samkvæmt þessu ættu elstu íslendingasögur að vera yngri en elstu sögurn-
ar í Sturlungu, en þær eru ekki ritaðar fyrr en eftir 1220, að mati fróðra
manna. Og vert er að hnykkja á því að um ritun íslendingasagna fyrir þann
tíma vitum við ekkert með vissu.
Konungasögur og íslendingasögur eru náskyldar bókmenntagreinar, svo
sem alkunnugt er, og íslendingaþættirnir í konungasögunum mynda brú yfir
til lengri íslendingasagna. Konungasögur fjalla í samfellu um alla konunga
frá Ynglingum til Magnúsar lagabætis, en hinsvegar verður nær hundrað ára
eyða í sögum frá íslandi milli fortíðarsagna og samtíðarsagna, milli atburða
íslendingasagna og Sturlungasagna, sem sé frá fyrra hluta 11. aldar fram á
12. öld. Gamla skýringin á þessu sagnaleysi var sú að þá hefði verið svo góð-
ur friður í landinu að engin söguefni hefðu orðið til, og samkvæmt því var
tímabilið milli sögualdar og Sturlungaaldar kallab friðaröld. Þetta var þakk-
að hollum áhrifum kristni og kirkju. Nú efast menn mjög um þessa gömlu
skýringu þótt önnur fullnægjandi hafi ekki fundist í hennar stað. En vissu-
lega bendir þetta sagnaleysi frá löngu tímabili til þess að íslendingasögur
hafi komið upp sem sérstök bókmenntagrein, skýrt greind frá samtíðarsög-
um, og hafi þær ekki þolað birtu of mikillar nálægðar við atburðina.
Sérkenni íslendingasagna, miðað við samtíðarsögur, staðfesta þetta
einnig greinilega. íslendingasögurnar eru miklu skáldlegri og ýktari.
Sögugarparnir vega menn „drjúgum“ eins og Gunnar á Hlíðarenda, og eru
vígaferlin í Sturlungu hið mesta hnoð í samanburði við það. Ljóst er að í
íslendingasögum er verið að drýgja hinn þunna mjöð munnmælanna með
ýmsum bókmenntalegum minnum sem endurtekin eru frá einni sögu til ann-
arrar. Til að mynda eru knattleikar eða hestavíg einatt notuð til að hleypa af
stað vígaferlum - og síðan er forlögunum kennt um allt saman, en af Sturl-
ungu mætti ætla að forfeður vorir hefðu alls ekki trúað á forlögin, heldur öllu
fremur á Guð hinn almáttuga.
VII
Nú skal leita að mótrökum, hyggja að því hvort nokkuð megi finna til marks
um það að íslendingasögur séu svo gamlar sem talið hefur verið.
Handrit veita stundum mikilvæga vitneskju um aldur íslenskra fornrita,
en þó er sá hængur á að fá handrit frá fyrstu tímum verða tímasett nákvæm-
lega> og getur oftast skeikað nokkrum áratugum. Skemmst er af því að segja
að ekkert handrit eða handritsbrot er til eldra en frá miðri 13. öld, að talið er.
Elst mun vera brot Egilssögu í Árnasafni, AM 162 A fol., auðkennt meðal