Andvari

Árgangur

Andvari - 01.01.1990, Síða 100

Andvari - 01.01.1990, Síða 100
98 JÓNAS KRISTJÁNSSON ANDVARI Eglubrota með gríska bókstafnum þeta og venjulega kallað svo, eða þá „þetubrotið“. Það er talið ritað um 1250. Frá seinna hluta 13. aldar eru auk þess tvö önnur brot Egilssögu og eitt af Laxdælu. Frá því um 1300 eru talin nokkur handrit: tvö brot Laxdælu og Eyrbyggju, Stokkhólmshandritið sem geymir Heiðarvígasögu (elsti hluti) og nokkur handrit og brot sem geyma Njálu. Öll önnur handrit íslendinga- sagna eru enn yngri. Þess má geta að handrit Heiðarvígasögu var áður tímasett til miðrar 13. aldar, en sú tímasetning var sannanlega byggð á röngum forsendum. Þeir sem síðast hafa um handritið fjallað telja það ekki eldra en frá því um 1300, svo sem getið var. Nokkuð má ráða um aldur sagnanna af aldri þeirra handrita sem upp voru talin. Ekkert þeirra er frumrit höfundar. Sögurnar eru eitthvað eldri en hin varðveittu handrit - geta verið mun eldri. Af þetubrotinu má ráða að Egils- saga muni rituð fyrir miðja 13. öld, af Laxdælubrotinu að sagan muni ekki skrifuð síðar en svo sem 1260-70 og af Njáluhandritunum, sem eru mörg frá svipuðum tíma, að sú saga muni örugglega skrifuð fyrir lok 13. aldar. Annað sem gefur mikilvæga vísbendingu um aldur allmargra íslendinga- sagna er það að Sturla Þórðarson nefnir þær eða notar í Landnámabók sinni, Sturlubók (sbr. hér á undan): Útdrættir eru úr fjórum sögum sem varðveittar eru í svipuðum gerðum og Sturla hefur þekkt: Egilssögu, Eyrbyggju, Vatnsdælu og Hrómundar þætti halta. Fjórar sögur eru nefndar í Sturlubók sem Sturla hefur þekkt í eldri gerð- um en þeim sem varðveist hafa: Saga Harðar Grímkelssonar og Geirs, Þorskfirðingasaga, Saga ísfirðinga (þ.e. Hávarðarsaga) og Svarfdælasaga. Fleiri varðveittar sögur á Sturla að hafa þekkt, svo sem Bjarnarsögu, Hænsa-Pórissögu, Gíslasögu, Reykdælu og Droplaugarsonasögu, en mér virðist vafasamt að hann hafi notað þær. Hinsvegar hefur Sturla notað nokkrar sögur sem nú eru að öðru leyti glataðar með öllu. Nefnir hann sum- ar þeirra með nafni, til dæmis sögu Þórðar gellis, en endursegir efni úr öðr- um ónefndum svo sem sögunni af Snæbirni galta er veginn var á Grænlandi. Þetta sýnir oss glögglega að til hafa verið margar íslendingasögur eldri en Sturlubók, og að Sturla hefur litið á þær sem söguleg heimildarrit. Ekki er vitað hvenær á ævinni Sturla setti saman Landnámu sína, en hann andaðist árið 1284 sem fyrr segir. Helst hafa menn einmitt reynt að tímasetja Sturlubók eftir þeim íslendingasögum sem hann hefur þekkt. Sumir nota Hænsa-Þórissögu, aðrir Eyrbyggju og miða þá við það að Eyrbyggja sé yngri en Laxdæla og Laxdæla sé skrifuð um eða öllu heldur laust eftir miðja 13. öld; þannig komast menn að þeirri niðurstöðu að Sturla hafi ritað Landnámu
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134
Síða 135
Síða 136
Síða 137
Síða 138
Síða 139
Síða 140
Síða 141
Síða 142
Síða 143
Síða 144
Síða 145
Síða 146
Síða 147
Síða 148

x

Andvari

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.