Andvari

Årgang

Andvari - 01.01.1990, Side 105

Andvari - 01.01.1990, Side 105
ANDVARI VAR SNORRI STURLUSON UPPHAFSMAÐUR ÍSLENDINGASAGNA? 103 Það væri raunar miklu auðveldara að skipta Heimskringlu milli tveggja höf- unda og eigna síðasta hlutann einhverjum öðrum en Snorra, svo mjög sting- ur sá hlutinn í stúf við það sem áður er komið; en þetta leiðum vér einnig hjá oss að sinni. Þá er spurningin: hvenær ritaði Snorri Egilssögu? Um það eru þrjár gátur á lofti: (1) Björn M. Ólsen taldi, eins og fyrr segir, að Snorri hefði samið söguna meðan hann bjó á Borg. (2) Sigurður Nordal og flestir aðrir Snorra- menn telja að-sagan muni samin á milli Eddu og Heimskringlu, einhvern- tíma á árunum 1225-30. Og þótt menn vilji ekki gefa Snorra söguna skipa þeir henni einnig, samkvæmt þróunarstiginu, á 3. áratug 13. aldar. (3) Sjálf- ur hef ég getið þess til að sagan kunni að vera frá síðustu árum Snorra, eftir að hann kom heim úr seinni Noregsför sinni vorið 1239. Ég ætlaði mér raun- ar ekki að vera harður á þessari tímasetningu, ég lauk henni upp sem hugs- anlegum útgöngudyrum. Nú þykir mér næstum því nóg um hve margir eru farnir að ganga um þessar dyr. En engu að síður tel ég öldungis víst að Egils- saga sé yngri en Heimskringla. Náinn skyldleiki er með Heimskringlu, Egilssögu og svonefndum Har- aldsþætti í Flateyjarbók. Kaflar í ritunum eru alveg orðrétt samhljóða, svo sem ég hef sýnt í grein sem ég birti í afmælisriti Jakobs Benediktssonar, Sjö- tíu ritgerðum, 1977. En Egilssaga getur ekki verið heimild bæði Heims- kringlu og Haraldsþáttar, því að þau rit hafa mikið efni sameiginlegt fram yfir Eglu. Ef bein rittengsl eru milli Heimskringlu og Eglu svo sem telja má nálega víst, þá hlýtur Heimskringla að vera fyrirmyndin - og þar með eldri. Það má og þreifa á því hversu frásagnir Egilssögu eru hér og þar útdráttur úr því sem stendur í Heimskringlu. Það skilur glögglega á milli Heimskringlu og Egilssögu að í Heimskringlu er ekki minnst á Kveldúlf eða sonu hans og enga atburði sem þá varða sér- staklega. Björn M. Ólsen hefur auðvitað tekið eftir þessu. „Skýringin liggur beint við,“ segir hann. „Egils saga er æskurit Snorra, skrifuð meðan blóðið var heitt og áður en hann komst verulega í kynni við Noregshöfðingja. Heimskringla er skrifuð á efri árum Snorra og eflaust í þeim tilgangi að láta hana koma fyrir augu Noregshöfðingja, Hákonar konungs og Skúla jarls. ... Því var ekki nema eðlilegt þó að Snorri í þessu riti sínu vildi ekki láta bera á þeirri hörðu deilu sem forfeður hans sjálfs höfðu átt við konungsættina.“ - En nú voru skipti Kveldúlfsættarinnar við Harald konung lengi bæði mikil og góð samkvæmt Egilssögu, og þætti mér með ólíkindum ef það hefði allt verið plokkað út úr textanum þegar Heimskringla var samin. Ef menn lesa þessar tvær sögur hleypidómalaust, þá vænti ég að menn sjái að Heimskringla er frumheimildin, en síðan hefur frásögnum af Kveldúlfi og sonum hans verið blandað inn í konungasöguna - sem jafnframt er dregin saman eins og eðli- legt er af því að verið er að segja sögu Mýramanna, en ekki Noregskonunga.
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146
Side 147
Side 148

x

Andvari

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.