Andvari - 01.01.1990, Qupperneq 106
104
JÓNAS KRISTJÁNSSON
ANDVARl
Þótt vér trúum því að Snorri hafi skrifað Egilssögu á eftir Heimskringlu -
eða að minnsta kosti á eftir fyrstu sögunum í Heimskringlu, því auðvitað
hefur konungabókin verið lengi í smíðum - þá skulum vér ekki halda fast í þá
hugmynd að hann hafi endilega ritað Eglu rétt fyrir dauða sinn. Sturla Þórð-
arson minnist aðeins einu sinni á ritstörf Snorra frænda síns, og þykir mönn-
um það heldur rýrt, en vissulega er þó betra að hafa það en missa. Sturla
segir svo frá atburðum sumarsins 1230: „Nú tók að batna með þeim Snorra
og Sturlu“ (þ.e.a.s. Sturlu Sighvatssyni, öðrum bróðursyni Snorra), „og var
Sturla löngum þá í Reykjaholti og lagði mikinn hug á að láta rita sögubækur
eftir bókum þeim er Snorri setti saman.“ Nú liggur nærri að spyrja: Skyldi
Egilssaga hafa verið ein þessara „sögubóka“? Það stóð vissulega nær Sturlu
Sighvatssyni að láta endurrita sögu forfeðra sinna heldur en sögur einhverra
konunga í fjarlægu landi. Sé þessa rétt til getið hefur Egilssaga verið sett
saman um eða laust fyrir 1230.
X
Nú skal ég að lokum reyna að draga saman kjarna þess sem hér á undan var
rakið:
1. Vér höfum enga örugga vissu um það að íslendingasögur séu sem bók-
menntir svo gamlar sem talið hefur verið, sem sé frá lokum 12. aldar eða frá
upphafi hinnar 13.
2. Ef margar íslendingasögur hefðu verið ritaðar á fyrra hluta 13. aldar
svo sem talið hefur verið, væri með ólíkindum að ekkert handritsbrot er til
frá þeim tíma. Nær öll handrit íslendingasagna eru miklu yngri, frá lokum
13. aldar og enn síðari tímum. íslendingasögur munu því vera yngri bók-
menntagrein en talið hefur verið.
3. Samkvæmt þróunarsögu íslenskra fornbókmennta koma íslendinga-
sögur á eftir Sturlungasögum, líklega á öðrum fjórðungi 13. aldar.
4. Glöggur munur er á Sturlungasögum og íslendingasögum. Hinar fyrr-
nefndu eru samtíðarsögur, ritaðar skömmu eftir að atburðir gerðust, en hin-
ar síðarnefndu eru fortíðarsögur, ritaðar tveimur til þremur öldum eftir at-
burðina. Þær eru ýktari og bera meiri merki skapandi rithöfunda heldur en
Sturlungasögurnar.
5. íslendingasögur eru sem bókmenntir náskyldar fortíðarsögum um
norska konunga, sögum sem gerast á sama tíma sem þær, á tímabilinu frá
lokum 9. aldar til upphafs hinnar 11. Líkastar íslendingasögum allra slíkra
konungasagna eru sögur Snorra Sturlusonar í Heimskringlu, svo sem Har-
aldssaga hárfagra, Hákonarsaga góða, Ólafssaga Tryggvasonar og Ólafs