Andvari - 01.01.1990, Page 110
108
ANDRÉS BJÖRNSSON
ANDVARI
að biðja hr. Hersleb að halda áfram starfi sínu og velja sér aðstoðarmenn að
eigin ósk.“
Bréf félagsstjórnar er dagsett sama dag, 8. febrúar:
„Hr. Grímur Thomsen.
Þar sem oss hafa borist ýmis vottorð um að margir séu óánægðir með
framkomu yðar sem aðstoðarbókavarðar, sjáum vér oss nauðbeygða að
beina því til yðar að hverfa frá þessu starfi, án þess að vér getum eða viljum
rannsaka hver grundvöllur er fyrir framlögðum kærum. Vér vonum að þér
séuð þess fullviss að oss þykir leitt að beina þessari ósk til yðar, en félaginu er
það óhjákvæmileg nauðsyn, og vér hljótum aðeins að harma að góður vilji
yðar til að veita félaginu þjónustu sem vér þökkum, hefur mætt hindrunum
sem ekki virðist við ráðið.
Stjórnin“.
Viku síðar, 15. febrúar barst stjórn Stúdentafélagsins svarbréf frá Grími
Thomsen. Petta svar hefur ekki komið í leitirnar og er það bagalegt, því að
það kynni að geyma málsvörn Gríms eða viðhorf hans til þessara atburða.
Ekki verður staða Gríms í Stúdentafélaginu ljósari þegar litið er á neðan-
málsgrein við fundargerð 18. október 1841. Þar segir svo:
„N.B. Frá þeim félögum sem fyrr höfðu ritað stjórninni um ýmis atriði
varðandi málefni félagsins hafði undirritaður móttekið og fært stjórnar-
mönnum þau skilaboð, að þeir (þ.e. félagarnir) heimtuðu af stjórninni að
hún bæði hr. Thomsen að ganga úr félaginu um langan tíma. Ef stjórnin vildi
ekki samþykkja þetta, óskuðu þeir að lagt yrði fyrir almennan félagsfund að
hún yrði til þess knúin. Þar sem hr. Thomsen hefur nú sagt sig úr félaginu,
var ekkert að gera af þessu tilefni annað en að láta framangreinda félaga
vita, sem gerðist með munnlegri tilkynningu til hr. Philipsens.
Fr. Boye“.
Ekki verður séð neitt sérstakt tilefni þessarar brottvísunarkröfu félaga
Gríms í Stúdentafélaginu umfram það sem áður greinir. Hersleb aðstoðar-
bókavörður lét af starfi sínu snemmsumars 1841. Má geta sér til að þar hafi
verið um að ræða einhver eftirmál frá bókavörslutíma þeirra Gríms hjá fé-
laginu. Það eitt er víst að mikil ólga og órósemi hefur verið kringum Grím
um þessar mundir, uns hann sagði sig úr Stúdentafélaginu á haustdægrum
árið 1841.
Þess má geta til gamans að Grímur var innritaður í Stúdentafélagið skýrt
og skilmerkilega undir nafninu Grimmur Thomsen, en varla hefur ritari gert
sér ljósa merkingu orðsins sem reyndist þó nokkurs konar spásögn um dvöl
Gríms hjá félaginu.
Mánudaginn 30. janúar 1843 var Grímur aftur tekinn í Stúdentafélagið og
var langri útlegð hans þar með lokið.