Andvari

Árgangur

Andvari - 01.01.1990, Síða 110

Andvari - 01.01.1990, Síða 110
108 ANDRÉS BJÖRNSSON ANDVARI að biðja hr. Hersleb að halda áfram starfi sínu og velja sér aðstoðarmenn að eigin ósk.“ Bréf félagsstjórnar er dagsett sama dag, 8. febrúar: „Hr. Grímur Thomsen. Þar sem oss hafa borist ýmis vottorð um að margir séu óánægðir með framkomu yðar sem aðstoðarbókavarðar, sjáum vér oss nauðbeygða að beina því til yðar að hverfa frá þessu starfi, án þess að vér getum eða viljum rannsaka hver grundvöllur er fyrir framlögðum kærum. Vér vonum að þér séuð þess fullviss að oss þykir leitt að beina þessari ósk til yðar, en félaginu er það óhjákvæmileg nauðsyn, og vér hljótum aðeins að harma að góður vilji yðar til að veita félaginu þjónustu sem vér þökkum, hefur mætt hindrunum sem ekki virðist við ráðið. Stjórnin“. Viku síðar, 15. febrúar barst stjórn Stúdentafélagsins svarbréf frá Grími Thomsen. Petta svar hefur ekki komið í leitirnar og er það bagalegt, því að það kynni að geyma málsvörn Gríms eða viðhorf hans til þessara atburða. Ekki verður staða Gríms í Stúdentafélaginu ljósari þegar litið er á neðan- málsgrein við fundargerð 18. október 1841. Þar segir svo: „N.B. Frá þeim félögum sem fyrr höfðu ritað stjórninni um ýmis atriði varðandi málefni félagsins hafði undirritaður móttekið og fært stjórnar- mönnum þau skilaboð, að þeir (þ.e. félagarnir) heimtuðu af stjórninni að hún bæði hr. Thomsen að ganga úr félaginu um langan tíma. Ef stjórnin vildi ekki samþykkja þetta, óskuðu þeir að lagt yrði fyrir almennan félagsfund að hún yrði til þess knúin. Þar sem hr. Thomsen hefur nú sagt sig úr félaginu, var ekkert að gera af þessu tilefni annað en að láta framangreinda félaga vita, sem gerðist með munnlegri tilkynningu til hr. Philipsens. Fr. Boye“. Ekki verður séð neitt sérstakt tilefni þessarar brottvísunarkröfu félaga Gríms í Stúdentafélaginu umfram það sem áður greinir. Hersleb aðstoðar- bókavörður lét af starfi sínu snemmsumars 1841. Má geta sér til að þar hafi verið um að ræða einhver eftirmál frá bókavörslutíma þeirra Gríms hjá fé- laginu. Það eitt er víst að mikil ólga og órósemi hefur verið kringum Grím um þessar mundir, uns hann sagði sig úr Stúdentafélaginu á haustdægrum árið 1841. Þess má geta til gamans að Grímur var innritaður í Stúdentafélagið skýrt og skilmerkilega undir nafninu Grimmur Thomsen, en varla hefur ritari gert sér ljósa merkingu orðsins sem reyndist þó nokkurs konar spásögn um dvöl Gríms hjá félaginu. Mánudaginn 30. janúar 1843 var Grímur aftur tekinn í Stúdentafélagið og var langri útlegð hans þar með lokið.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134
Síða 135
Síða 136
Síða 137
Síða 138
Síða 139
Síða 140
Síða 141
Síða 142
Síða 143
Síða 144
Síða 145
Síða 146
Síða 147
Síða 148

x

Andvari

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.