Andvari - 01.01.1990, Síða 114
112
ANDRÉS BJÖRNSSON
ANDVARI
Á stúdentsárum Gríms Thomsens var Grímur Jónsson móðurbróðir hans
fógeti í Middelfart á Fjóni uns hann tók við amtmannsembætti á íslandi í
síðara sinn.
í sumarleyfinu 1839 fór Grímur Thomsen til Middelfart að heimsækja
frænda sinn og nafna og fjölskyldu hans.
Frænka Gríms Thomsens, kölluð Ninna, fimm árum eldri, trúði dagbók
sinni fyrir komu frændans og brottför.
í dagbókinni stendur við 1. júlí:
„Frændi kom hingað í dag og er glaðvær eins og hann á vanda til. Okkur
þykir öllum vænt um komu hans.“
Samt segir Ninna á þessum komudegi Gríms að hann hafi sýnt sér í orðum
hlífðarleysi. Hún ber samt í bætifláka fyrir honum og kveður hann hafa gert
þetta af ungæðishætti og fljótfærni, þótt hann hafi í rauninni viljað sér vel.
Síðar stendur í dagbókinni 9. ágúst:
„í dag fór frændi héðan aftur. Pabbi og hann skildu sem óvinir, en þó mun
tíminn eflaust jafna þá misklíð. Báðir eru þrjózkir, en þó var það óneitan-
lega skylda frænda sem yngri manns að láta undan síga. En hann þykist vera
alltof móðgaður til þess, og þar af leiðandi hefur slitnað upp úr vináttu þeirra
og mun föðursystur minni áreiðanlega falla það illa.“
Pessi dagbókarbrot hefur Kristmundur Bjarnason þýtt og birt í ritinu
Heimdraga 1964. Þau bera líkum skapsmunum þeirra frændanna órækt
vitni, þó ágreiningsefnið sé ókunnugt. Báðir voru þeir greinilega deilugjarn-
ir og ófúsir að láta hlut sinn og líkjast mjög í því efni.
Þetta kemur líka heim og saman við lýsingu þá af Grími amtmanni, sem
Bjarni Thorsteinson amtmaður lét Pál ritara sinn skrá eftir sér blindum í elli
sinni og birtist loks í Blöndu 1940.
Bjarni og Grímur amtmaður voru æskuvinir, og grein Bjarna rituð af nær-
færnum skilningi að því er séð verður. Hann dregur ekki dul á skapbresti
Gríms, en segir:
„Hvað sinnisfar hans snertir þá var hann heldur það, sem menn kalla kald-
lyndur og sem þar af leiðir nokkuð stirðlyndur, því þungsinni var hans eigin-
legi geðbrestur, ei ómerkjanlegur fyrir þá sem þekktu hann, jafnvel á hans
yngri aldursárum. ...Það leiddi af hans eðlilega sinnisfari að hann var mikið
fastheldinn á meiningu sinni og sannfæringu.“
Bjarni amtmaður skýrir líka frá mörgum eðliskostum vinar síns, gáfum
hans og glæsileika, skartgirni hans og metnaði, örlæti og órofa tryggð við vini
sína. Óneitanlega gætti sumra þessara eiginleika í miklum mæli hjá systur-
syni hans.
Nú hafði kastast í kekki með þeim frændum, og Grímur Jónsson hefur
trúað Ingibjörgu systur sinni fyrir því eins og sjá má af bréfi sem hún ritar